Hví er Reykjavík svona ljót? 8. maí 2005 00:01 Birtist í DV 7. maí 2005 Ég vil biðja ykkur að skoða myndirnar sem fylgja með þessari grein. Á fyrstu myndinni hefur París, sá hluti hennar sem er innan hringvegarins sem liggur um borgina - svokallaðrar "périphérique"-brautar - verið speglaður inn í Reykjavík. Á þessu svæði býr á þriðju milljón manna og fer ágætlega um það fólk. Eins og sjá má er auðveldlega hægt að koma allri París fyrir í höfuðborginni. Hún myndi ná sirkabát að mörkum Seltjarnarness, upp í Grafarvog, í Efra-Breiðholt og Kópavog. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 180 þúsund manns. Íbúafjöldinn hefur fjórfaldast síðan 1940, en landþörfin hefur fertugfaldast á þessu tímabili. Það er óskaplegt bruðl með land. Er Reykjavík borg? Önnur myndin sýnir þéttleika byggðar í mismunandi borgum. Þarna má sjá að byggðin í meðaltalsborg í Evrópu er um það bil fimm sinnum þéttari en hér. Nú eru 16 íbúar á hektara í höfuðborginni. Þrátt fyrir fyrirheit um þéttingu byggðar í aðalskipulagi er sýnt að verður frekari grisjun; það stefnir í að þéttleikinn verði 14 íbúar á hektara árið 2024. Þéttleiki evrópskrar meðalborgar eru 80 íbúar á hektara. Í París innan hringvegar búa 268 íbúar á hektara. Þannig er tæplega hægt að segja að við búum í borg. Þetta er nær því að vera einhvers konar sveit, dreifbýli, flæmi. Reykjavík er sennilega útþynntasta borg í Evrópu. Hún er öll sundurslitin. Mörk þess að geta haldið uppi góðum almenningsamgöngum eru talin vera 50 íbúar á hektara. Þetta er smáborg, en það útheimtir tíma og amstur að komast leiðar sinnar líkt og um stórborg væri að ræða. Sjúklingar á endalausum göngum Þriðja myndin er af flugvallarsvæðinu eins og það mun líta út að líta út ef síðustu hugmyndir borgarstjórnarinnar ná fram að ganga.Flugvöllurinn er þarna áfram, í aðeins smækkaðri mynd, en það er verið að byggja á litlum skæklum í kringum hann. Landspítalinn tekur stórt svæði, en vegna flugvallarins er ekki hægt að byggja sjúkrahúsið upp í loft heldur breiðir það sig yfir mikið flæmi. Almennt er það ekki talið gott fyrir slíka starfsemi; það er þægilegra að flytja sjúklinga milli hæða en milli húsa og eftir endalausum göngum. Dauður stíll iðnaðarhúsnæðis Í Nauthólsvíkinni eiga að rísa nýbyggingar fyrir Háskólann í Reykjavík. Fátt bendir til annars en að það verði í hinum dauða stíl iðnaðarhúsnæðis sem er allsráðandi í byggingalist hér; skemmuleg hús með stórum bílastæðum og auðum grasflötum á milli. Í meginatriðum verður þetta svipuð uppbygging og í Skeifunni; bílastæðin munu þekja stærri flöt en byggingarnar sjálfar. Allt bendir til að hér séu vond skipulagsmistök í uppsiglingu. Eitt meginatriðið í góðu skipulagi eru tengsl við nánasta umhverfi. Svæðið er umlukið flugstarfsemi á aðra hönd, útivistarsvæði á hina. Þarna er engin starfsemi sem tengist háskólamenntun - Háskóli Íslands er hinum megin í Vatnsmýrinni (jafn ömurlega illa skipulagður). Það verður ekki tekið mið af háskólaborgum erlendis - best að bera sig ekki saman við svoleiðis. Vegna flugvallarins er líka ómögulegt að sjá hvernig skólinn getur tengst framtíðarskipulagi svæðisins. Niðurgreitt plott Sturlu Þarna í grenndinni á að rísa samgöngumiðstöð sem er ekkert annað en dulbúin flugstöð. Beinlínis hönnuð til að niðurnjörva flugvöllinn í Vatnsmýrinni um aldur og ævi. Að öðru leyti er þetta óþarft mannvirki sem borgarstjórnin er búin að láta teyma sig á asnaeyrunum til að samþykkja. Merkilegt að séu til peningar í svona vitleysu; ríkið mun þurfa að niðurgreiða þetta plott Sturlu og félaga um ókomin ár. Austur-EvrópublokkirLítum upp á Valssvæði. Þar eiga að rísa blokkir í úrsérgengnum fúnkísstíl sem enginn kannast við að hafa ákveðið að yrðu byggðar. Þetta er eins og kisan í Lísu í Undralandi - þegar maður reynir að finna einhvern sem ber ábyrgð er ekkert eftir nema dularfullt glott. Bak við þetta eru furðuleg landakaup af fótboltafélaginu Val; til að ekki þurfi að greiða því of mikla peninga er passað upp á að hafa nýtingarhlutfallið eins lélegt og hægt er. Verktakar munu sjálfsagt hagnast á þessu, en ásýnd borgarinnar hrakar enn. Er of seint að hætta við? Hraðbraut sem enginn vildi Skurðgröfurnar hafa verið að moka í kringum Hringbrautina í heilt ár. Þetta er ennþá stærra og ferlegra en maður hélt að það yrði. Sker byggðina alveg í sundur; á bak og burt er hinn lífræna tenging sem marga dreymdi um að yrði milli Miðbæjarins, Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar. Í staðinn sitjum við uppi með hraðbraut sem er engin þörf fyrir - og enginn vildi í rauninni. Hvar er íbúabyggðin?Maður ætti líklega að vera vondapur. Borgarstjórnin er í raun búin að fallast á að flugvöllurinn fari ekki neitt; þótt kannski sé hægt að setja á ræður um nýja aðferðafræði eða eitthvað slíkt. Menn eru í óða önn að byggja á litlum bleðlum allt í kringum flugvöllinn. Svona verður landinu sólundað smátt og smátt; einn kassi hér, annar kassi þar, bílastæði umhverfis. Alltaf höldum við áfram að byggja í stíl iðnaðarhverfa. Stóð ekki annars til að leggja Vatnsmýrina að megninu til undir íbúabyggð? Misheppnaðar framkvæmdirÞað er ein spurning sem borgarstjórnin þyrfti að svara: Af hverju er Reykjavík svona ljót? Maður gæti nánast haldið að og það sé opinber stefna að hafa hana ljóta. Hví eru flestallar framkvæmdir svona misheppnaðar? Hvers vegna virðumst við ekki ráða við annað en að byggja iðnaðarhverfi eða dreifa misljótum úthverfum út um hvippinn og hvappin? Hverjum er um að kenna? Ofurvald verkfræðingaEitt sem hefur lítið verið fjallað um er ofurvald verktaka og verkfræðinga - gröfukarla. Verktakar eru tengdir inn í stjórnmálaflokka, hafa meiri ítök þar en nokkurn grunar. Þeir passa upp á að gröfurnar hafi sífellt eitthvað að sýsla. Þegar kemur að skipulaginu eru það svo verkfræðingar sem ráða ferðinni. Það var löngum talið að borgarverkfræðingur væri valdamesti maðurinn í Reykjavík. Verkfræðingar hafa ákveðnar hugmyndir um hagnýti; þar á ímyndunaraflið eða hið fagra og smáa yfirleitt ekki mikið upp á pallborðið. Helgunarsvæði og umferðarrýmd Kreddan sem er ríkjandi er um stofnbrautir með stór "helgunarsvæði". Byggðin er svo líkt og á eyjum milli bílabrautanna. Líklega væri bannað að byggja hverfi eins Þingholtin, Skólavörðuholtið og Miðbæinn samkvæmt núverandi kröfum um "umferðarrýmd". Þannig fara 322 fermetrar á íbúð í samgöngumannvirki (götur, bílastæði, helgunarsvæði) í Staðarhverfi í Grafarvogi; á Grettisgötu er þessi tala 41 fermetri á íbúð. Það eru gerðar verkfræðilegar kröfur sem eiga að leysa vandamál, en skapa svo einungis ennþá stærri vandamál - lélega landnýtingu, aukinn umferðarþunga og almenna sóun. Hví ekki fallega brú? Hér hefur líka ríkt fyrirlitning á öllu öðru en hráu notagildi. Formaður samgöngunefndar Alþingis gerði nýlega stólpagrín að hugmynd um að byggja brú yfir Sundin í tengslum við lagningu Sundabrautar. Honum þótti þetta alveg fáránlegt; kallaði það járnarusl og víravirki. En hví skyldi ekki mega reisa fallega og tígulega brú í Reykjavík? Eru brýr ekki einmitt höfuðprýði margra borga sem við komum til? Fráhrindandi umhverfi Afleiðing ljótleikans og hins fráhrindandi umhverfis er hin skelfilega umgengni sem maður sér víða í bænum; fólk ber ekki virðingu fyrir umhverfi sínu vegna þess að það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um það - það höfðar ekki til fegurðarskynsins eða göfgar tilfinningarnar eins og falleg borgarhverfi geta gert. Því er allt í lagi að sóða út og eyðileggja. Þetta er þekkt fyrirbæri; svona hefur til dæmis lengi verið ástandið í hnignandi borgum á Bretlandseyjum. Hvað er karlmannlegt? Maður leyfir sér samt að vona að það sé að verða viðhorfsbreyting - þótt ekki sé beinlínis uppörvandi að sjá hina fáránlegu bandarísku jeppa sem ekki seljast lengur vestra en eru fluttir hingað í stórum stíl. En ég held að ungt fólk taki upp til hópa ekki í mál að flytja í Norðlingaholt eða Úlfarsfell þar sem á að hola því niður. Kröfurnar eru aðrar. Um daginn talaði ég á fundi um flugvallarmálið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar var áberandi kynslóðabil - mikið af ungu og áhugasömu fólki en nokkuð um dónalega gamla karla sem virtust hafa þá hugsjón að Reykjavík héldi áfram að vera ómynd. Hlógu fyrirlitlega að öllu öðru. Eins og það sé karlmannlegt að vilja borg sem er aðallega fyrir flugvélar og bíla; hitt sé bara fyrir veimiltítur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Birtist í DV 7. maí 2005 Ég vil biðja ykkur að skoða myndirnar sem fylgja með þessari grein. Á fyrstu myndinni hefur París, sá hluti hennar sem er innan hringvegarins sem liggur um borgina - svokallaðrar "périphérique"-brautar - verið speglaður inn í Reykjavík. Á þessu svæði býr á þriðju milljón manna og fer ágætlega um það fólk. Eins og sjá má er auðveldlega hægt að koma allri París fyrir í höfuðborginni. Hún myndi ná sirkabát að mörkum Seltjarnarness, upp í Grafarvog, í Efra-Breiðholt og Kópavog. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 180 þúsund manns. Íbúafjöldinn hefur fjórfaldast síðan 1940, en landþörfin hefur fertugfaldast á þessu tímabili. Það er óskaplegt bruðl með land. Er Reykjavík borg? Önnur myndin sýnir þéttleika byggðar í mismunandi borgum. Þarna má sjá að byggðin í meðaltalsborg í Evrópu er um það bil fimm sinnum þéttari en hér. Nú eru 16 íbúar á hektara í höfuðborginni. Þrátt fyrir fyrirheit um þéttingu byggðar í aðalskipulagi er sýnt að verður frekari grisjun; það stefnir í að þéttleikinn verði 14 íbúar á hektara árið 2024. Þéttleiki evrópskrar meðalborgar eru 80 íbúar á hektara. Í París innan hringvegar búa 268 íbúar á hektara. Þannig er tæplega hægt að segja að við búum í borg. Þetta er nær því að vera einhvers konar sveit, dreifbýli, flæmi. Reykjavík er sennilega útþynntasta borg í Evrópu. Hún er öll sundurslitin. Mörk þess að geta haldið uppi góðum almenningsamgöngum eru talin vera 50 íbúar á hektara. Þetta er smáborg, en það útheimtir tíma og amstur að komast leiðar sinnar líkt og um stórborg væri að ræða. Sjúklingar á endalausum göngum Þriðja myndin er af flugvallarsvæðinu eins og það mun líta út að líta út ef síðustu hugmyndir borgarstjórnarinnar ná fram að ganga.Flugvöllurinn er þarna áfram, í aðeins smækkaðri mynd, en það er verið að byggja á litlum skæklum í kringum hann. Landspítalinn tekur stórt svæði, en vegna flugvallarins er ekki hægt að byggja sjúkrahúsið upp í loft heldur breiðir það sig yfir mikið flæmi. Almennt er það ekki talið gott fyrir slíka starfsemi; það er þægilegra að flytja sjúklinga milli hæða en milli húsa og eftir endalausum göngum. Dauður stíll iðnaðarhúsnæðis Í Nauthólsvíkinni eiga að rísa nýbyggingar fyrir Háskólann í Reykjavík. Fátt bendir til annars en að það verði í hinum dauða stíl iðnaðarhúsnæðis sem er allsráðandi í byggingalist hér; skemmuleg hús með stórum bílastæðum og auðum grasflötum á milli. Í meginatriðum verður þetta svipuð uppbygging og í Skeifunni; bílastæðin munu þekja stærri flöt en byggingarnar sjálfar. Allt bendir til að hér séu vond skipulagsmistök í uppsiglingu. Eitt meginatriðið í góðu skipulagi eru tengsl við nánasta umhverfi. Svæðið er umlukið flugstarfsemi á aðra hönd, útivistarsvæði á hina. Þarna er engin starfsemi sem tengist háskólamenntun - Háskóli Íslands er hinum megin í Vatnsmýrinni (jafn ömurlega illa skipulagður). Það verður ekki tekið mið af háskólaborgum erlendis - best að bera sig ekki saman við svoleiðis. Vegna flugvallarins er líka ómögulegt að sjá hvernig skólinn getur tengst framtíðarskipulagi svæðisins. Niðurgreitt plott Sturlu Þarna í grenndinni á að rísa samgöngumiðstöð sem er ekkert annað en dulbúin flugstöð. Beinlínis hönnuð til að niðurnjörva flugvöllinn í Vatnsmýrinni um aldur og ævi. Að öðru leyti er þetta óþarft mannvirki sem borgarstjórnin er búin að láta teyma sig á asnaeyrunum til að samþykkja. Merkilegt að séu til peningar í svona vitleysu; ríkið mun þurfa að niðurgreiða þetta plott Sturlu og félaga um ókomin ár. Austur-EvrópublokkirLítum upp á Valssvæði. Þar eiga að rísa blokkir í úrsérgengnum fúnkísstíl sem enginn kannast við að hafa ákveðið að yrðu byggðar. Þetta er eins og kisan í Lísu í Undralandi - þegar maður reynir að finna einhvern sem ber ábyrgð er ekkert eftir nema dularfullt glott. Bak við þetta eru furðuleg landakaup af fótboltafélaginu Val; til að ekki þurfi að greiða því of mikla peninga er passað upp á að hafa nýtingarhlutfallið eins lélegt og hægt er. Verktakar munu sjálfsagt hagnast á þessu, en ásýnd borgarinnar hrakar enn. Er of seint að hætta við? Hraðbraut sem enginn vildi Skurðgröfurnar hafa verið að moka í kringum Hringbrautina í heilt ár. Þetta er ennþá stærra og ferlegra en maður hélt að það yrði. Sker byggðina alveg í sundur; á bak og burt er hinn lífræna tenging sem marga dreymdi um að yrði milli Miðbæjarins, Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar. Í staðinn sitjum við uppi með hraðbraut sem er engin þörf fyrir - og enginn vildi í rauninni. Hvar er íbúabyggðin?Maður ætti líklega að vera vondapur. Borgarstjórnin er í raun búin að fallast á að flugvöllurinn fari ekki neitt; þótt kannski sé hægt að setja á ræður um nýja aðferðafræði eða eitthvað slíkt. Menn eru í óða önn að byggja á litlum bleðlum allt í kringum flugvöllinn. Svona verður landinu sólundað smátt og smátt; einn kassi hér, annar kassi þar, bílastæði umhverfis. Alltaf höldum við áfram að byggja í stíl iðnaðarhverfa. Stóð ekki annars til að leggja Vatnsmýrina að megninu til undir íbúabyggð? Misheppnaðar framkvæmdirÞað er ein spurning sem borgarstjórnin þyrfti að svara: Af hverju er Reykjavík svona ljót? Maður gæti nánast haldið að og það sé opinber stefna að hafa hana ljóta. Hví eru flestallar framkvæmdir svona misheppnaðar? Hvers vegna virðumst við ekki ráða við annað en að byggja iðnaðarhverfi eða dreifa misljótum úthverfum út um hvippinn og hvappin? Hverjum er um að kenna? Ofurvald verkfræðingaEitt sem hefur lítið verið fjallað um er ofurvald verktaka og verkfræðinga - gröfukarla. Verktakar eru tengdir inn í stjórnmálaflokka, hafa meiri ítök þar en nokkurn grunar. Þeir passa upp á að gröfurnar hafi sífellt eitthvað að sýsla. Þegar kemur að skipulaginu eru það svo verkfræðingar sem ráða ferðinni. Það var löngum talið að borgarverkfræðingur væri valdamesti maðurinn í Reykjavík. Verkfræðingar hafa ákveðnar hugmyndir um hagnýti; þar á ímyndunaraflið eða hið fagra og smáa yfirleitt ekki mikið upp á pallborðið. Helgunarsvæði og umferðarrýmd Kreddan sem er ríkjandi er um stofnbrautir með stór "helgunarsvæði". Byggðin er svo líkt og á eyjum milli bílabrautanna. Líklega væri bannað að byggja hverfi eins Þingholtin, Skólavörðuholtið og Miðbæinn samkvæmt núverandi kröfum um "umferðarrýmd". Þannig fara 322 fermetrar á íbúð í samgöngumannvirki (götur, bílastæði, helgunarsvæði) í Staðarhverfi í Grafarvogi; á Grettisgötu er þessi tala 41 fermetri á íbúð. Það eru gerðar verkfræðilegar kröfur sem eiga að leysa vandamál, en skapa svo einungis ennþá stærri vandamál - lélega landnýtingu, aukinn umferðarþunga og almenna sóun. Hví ekki fallega brú? Hér hefur líka ríkt fyrirlitning á öllu öðru en hráu notagildi. Formaður samgöngunefndar Alþingis gerði nýlega stólpagrín að hugmynd um að byggja brú yfir Sundin í tengslum við lagningu Sundabrautar. Honum þótti þetta alveg fáránlegt; kallaði það járnarusl og víravirki. En hví skyldi ekki mega reisa fallega og tígulega brú í Reykjavík? Eru brýr ekki einmitt höfuðprýði margra borga sem við komum til? Fráhrindandi umhverfi Afleiðing ljótleikans og hins fráhrindandi umhverfis er hin skelfilega umgengni sem maður sér víða í bænum; fólk ber ekki virðingu fyrir umhverfi sínu vegna þess að það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um það - það höfðar ekki til fegurðarskynsins eða göfgar tilfinningarnar eins og falleg borgarhverfi geta gert. Því er allt í lagi að sóða út og eyðileggja. Þetta er þekkt fyrirbæri; svona hefur til dæmis lengi verið ástandið í hnignandi borgum á Bretlandseyjum. Hvað er karlmannlegt? Maður leyfir sér samt að vona að það sé að verða viðhorfsbreyting - þótt ekki sé beinlínis uppörvandi að sjá hina fáránlegu bandarísku jeppa sem ekki seljast lengur vestra en eru fluttir hingað í stórum stíl. En ég held að ungt fólk taki upp til hópa ekki í mál að flytja í Norðlingaholt eða Úlfarsfell þar sem á að hola því niður. Kröfurnar eru aðrar. Um daginn talaði ég á fundi um flugvallarmálið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar var áberandi kynslóðabil - mikið af ungu og áhugasömu fólki en nokkuð um dónalega gamla karla sem virtust hafa þá hugsjón að Reykjavík héldi áfram að vera ómynd. Hlógu fyrirlitlega að öllu öðru. Eins og það sé karlmannlegt að vilja borg sem er aðallega fyrir flugvélar og bíla; hitt sé bara fyrir veimiltítur.