Innlent

Forseti Alþingis gagnrýndur

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forseta Alþingis harðlega í upphafi þingfundar í morgun fyrir stefnuleysi í störfum þingsins; fjöldi mála lægi fyrir þinginu en samt væri stefnt að því að ljúka þingstörfum 11. maí. Sérlega sárnaði þingmönnum að vera kvaddir út á laugardegi en ekki var gert ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði fundinn vitnisburð um óöguð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Enn lægu fyrir þinginu fjöldinn allur af mjög umdeildum málum, t.a.m. skattlagning á orkufyrirtæki sem væri mótmælt af nánast öllum þeim aðilum sem til þekktu og lög um samkeppnismál sem væru gagnrýnd af verkalýðssamtökum, Neytendasamtökunum og öllum þeim aðilum sem að málinu kæmu. „Við verðum að fá hreinar línur um áætlanir ríkisstjórnarinnar. Hvaða frumvörp ætlar hún að reyna að keyra í gegnum þingið? Og við þurfum að fá svör við óskum okkar um að samið verði um þinglokin,“ sagði Ögmundur. Undir þetta tóku aðrir forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×