Erlent

Grimmdarverk nasista liðin tíð

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann sem birtist í þýska dagblaðinu Bild í dag. Pútín segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð. Sú kynslóð Þjóðverja sem nú stjórni landinu, og þeirra sem muni byggja landið í framtíðinni, eigi ekki að þurfa að líða fyrir ódæði forfeðranna um ókomna tíð. Auk Rússa hafa Bretar, Frakkar og Kínverjar lýst yfir stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×