Erlent

Howard lætur af embætti

Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi, greindi frá því fyrir stundu að hann hygðist láta af embætti eftir að reglum flokksins hefði verið breytt og nýr formaður hefur verið valinn. Hann sagði þó að kosningarnar í gær mörkuðu þáttaskil í sögu flokksins því að nú lægi leiðin upp á við. Howard hefur verið leiðtogi flokksins í eitt og hálft ár en búist var við því að kosningaúrslitin myndu að lokum kosta hann starfið. Ekki var þó gert ráð fyrir afsögn strax daginn eftir kosningar. Íhaldsflokkurinn bætti við sig í kringum fjörutíu þingsætum í kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×