Erlent

Spáir spennandi kosninganótt

Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt. Boulton segir kosningarnar vissulega verða spennandi og það verði erfiðara að spá fyrir um úrslitin á kosninganóttina en fyrir fjórum árum, hvað þá fyrir átta árum þegar Tony Blair hafi verið vinsælasti maður landsins og ljóst að hann myndi sigra. Boulton segir að Blair sé nú meiri dragbítur en kostur fyrir Verkamannaflokkinn vegna Íraksstríðsins, þó einkum í augum þess fólks sem telji að það hafi ekki fengið að vita sannleikann í aðdraganda stríðsins. Það sé því ljóst að meirihlutafylgi við Verkamannaflokkinn minnkar og hann missir nokkra þingmenn. Boulton segir Íhaldsflokkinn líka eiga í vök að verjast sem gefi færi á einhverri uppstokkun og ef til vill sterkara þriðja afli í Frjálslyndum demókrötum. Boulton segist verða á tánum í kvöld. Sky veiti fréttaþjónustu allan sólarhringinn og því verði ekkert um svefn. Niðurstöður fari að berast þegar kjörstöðum verði lokað klukkan 22 að breskum tíma og það taki um 12 tíma að flestar niðurstöðurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×