Íhaldsflokkurinn í tilvistarkreppu 4. maí 2005 00:01 Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir. Ekkert virðist ganga Howard í haginn. Það er alveg sama þótt Bretar treysti ekki Blair og vilji gjarnan sjá einhvern annan mann stjórna landinu, Howard er ekki sá maður. Íhaldsflokkurinn tapar fylgi jafnt og þétt og mælist nú með allt niður í 27 prósenta fylgi sem er aðeins fjórum prósentum meira en Frjálslyndir demókratar. Verkamannaflokkurinn siglir hins vegar sinn sigursjó með allt upp í 41 prósent fylgi. Talið er að ágeng og hörð kosningabarátta Howards hafi komið í bakið á honum. Flest bendir til þess að hann hafi valdið sjálfum sér og flokknum þó nokkru tjóni með því að kalla Tony Blair lygara vegna Íraksmálsins. Margir benda á að Íhaldsflokkurinn hafi stutt innrásina í Írak og Howard hefur viðurkennt að hann hefði verið fylgjandi innrás jafnvel þó hann hefði vitað að engin gereyðingavopn væru í landinu. Þá hefur flokkurinn heldur ekki bætt við sig atkvæðum út á harða innflytjendastefnu sína sem er aðalkosningamál þeirra. Kosningabarátta Íhaldsflokksins var hönnuð af frægum spunameistara frá Ástralíu, Lynton Crosby, sem á stóran þátt í góðu gengi hægri flokksins þar og endurkjöri Johns Howards sem forsætisráðherra. Þessi stefna hefur þó ekki hentað í Bretlandi og nær ekki að auka vinsældir hins breska Howards. Margir innanbúðarmenn í Íhaldsflokknum eru verulega óánægðir með kosningabaráttuna, telja hana hafa verið illa ígrundaða, vilja senda spunameistarann beint heim til Ástralíu og skipta um kallinn í brúnni. Enn ein leiðtogakreppan blasir því við Íhaldsflokknum að afloknum kosningum þegar leitað verður að nýjum leiðtoga sem gæti tekist það sem William Hague, Iain Duncan Smith og Michael Howard hefur ekki tekist, það er að sigra teflonmanninn Tony Blair. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir. Ekkert virðist ganga Howard í haginn. Það er alveg sama þótt Bretar treysti ekki Blair og vilji gjarnan sjá einhvern annan mann stjórna landinu, Howard er ekki sá maður. Íhaldsflokkurinn tapar fylgi jafnt og þétt og mælist nú með allt niður í 27 prósenta fylgi sem er aðeins fjórum prósentum meira en Frjálslyndir demókratar. Verkamannaflokkurinn siglir hins vegar sinn sigursjó með allt upp í 41 prósent fylgi. Talið er að ágeng og hörð kosningabarátta Howards hafi komið í bakið á honum. Flest bendir til þess að hann hafi valdið sjálfum sér og flokknum þó nokkru tjóni með því að kalla Tony Blair lygara vegna Íraksmálsins. Margir benda á að Íhaldsflokkurinn hafi stutt innrásina í Írak og Howard hefur viðurkennt að hann hefði verið fylgjandi innrás jafnvel þó hann hefði vitað að engin gereyðingavopn væru í landinu. Þá hefur flokkurinn heldur ekki bætt við sig atkvæðum út á harða innflytjendastefnu sína sem er aðalkosningamál þeirra. Kosningabarátta Íhaldsflokksins var hönnuð af frægum spunameistara frá Ástralíu, Lynton Crosby, sem á stóran þátt í góðu gengi hægri flokksins þar og endurkjöri Johns Howards sem forsætisráðherra. Þessi stefna hefur þó ekki hentað í Bretlandi og nær ekki að auka vinsældir hins breska Howards. Margir innanbúðarmenn í Íhaldsflokknum eru verulega óánægðir með kosningabaráttuna, telja hana hafa verið illa ígrundaða, vilja senda spunameistarann beint heim til Ástralíu og skipta um kallinn í brúnni. Enn ein leiðtogakreppan blasir því við Íhaldsflokknum að afloknum kosningum þegar leitað verður að nýjum leiðtoga sem gæti tekist það sem William Hague, Iain Duncan Smith og Michael Howard hefur ekki tekist, það er að sigra teflonmanninn Tony Blair.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira