Innlent

Tvær milljónir á hálfum mánuði

Rúmlega tvær milljónir netnotenda um allan heim hafa nú hlaðið niður nýja Opera 8 vafranum, segir norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera software. Vafrinn var fyrst gerður aðgengilegur á vefnum fyrir hálfum mánuði. Flestir hafa hlaðið niður enskri útgáfu vafrans, eða um 1,3 milljónir, en næstflestir þýskri útgáfu, eða um 400 þúsund. "Þegar haft er í huga að síðasta útgáfa, Opera 7, var alls sótt yfir 60 milljón sinnum, má lesa úr góðum viðtökum nýju útgáfunnar að enn fleiri eigi eftir að sækja Opera 8," er haft eftir Jóni S. von Tetzchner, íslenskum forstjóra Opera Software í fréttatilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×