Heimsvaldakók og kaffi 2. maí 2005 00:01 "Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar. Hús og heimili Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
"Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar.
Hús og heimili Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira