Má nú berja konur? 2. maí 2005 00:01 Í gær fór ég hér á kassanum nokkrum orðum um dóm sem þá hafði verið kveðinn upp í Hæstarétti yfir ofbeldismanni sem sakaður hafði verið um að berja konuna sína og var úrskurðaður sekur í Héraðsdómi Reykjaness. Dómari var Guðmundur L. Jóhannesson en hann sá samt ekki ástæðu til að dæma manninn til refsingar af því hann þótti eiga þær málsbætur að hafa verið svo reiður af því hann hélt að konan hans hefði verið að halda framhjá honum. Þessi dómur vakti mikla hneykslun – enda virtist hann gefa veiðileyfi á konur – menn gætu alltaf haldið því að reiðin hefði bara tekið af þeim völdin af því þá hefði grunað þær um framhjáhald. En í gær dæmdi Hæstiréttur manninn að vísu til refsingar en gerði hann skilorðsbundinn, svo maðurinn þarf eftir sem áður ekkert að sitja inni fyrir grófa líkamsárás gegn konu sinni. Og í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara við Hæstarétt kom fram að milda bæri refsingu yfir manninum, þar sem um hann hefði verið fjallað svo mikið í blöðum og meira að segja birt af honum mynd. Þetta þykir mér stórlega vafasamt sjónarmið og ætla að nota tækifærið hér á kassanum í dag til að fjalla um þennan merkilega dóm – og þá verður ekki hjá því komist að rekja aðdragandann og einkum dóm Héraðsdóms nokkuð návæmlega. Konan og karlinn voru gift, áttu börn saman. Þeim ber alls ekki saman um aðdraganda líkamsárásarinnar sem málið snýst um. Konan lýsir atburðunum í stuttu máli á þessa leið: Eldsnemma morguns á miðvikudegi hafi hún komið frá vinnu en karlmaðurinn tekið á móti henni með ásökunum um framhjáhald. Hann hafi fylgt þessu eftir með því að berja hana í höfuðið og kalla hana ónöfnum. Um síðir hafi þessu linnt og hún farið að sofa en nokkru síðar hafi hann vakið hana með sömu ásökunum og fyrr - um framhjáhald. Því hafi hún staðfastlega neitað enda hafi ekki verið um neitt slíkt að ræða. En karlinn hafi skyndilega orðið viti sínu fjær af bræði og ráðist að henni þar sem þau lágu í rúminu – hann hafi tekið hana hálstaki aftan frá með framhandleggjunum. Því bragði sagði hún að hann hafi áður beitt í því skyni að koma í veg fyrir að fingraför sæjust á hálsi hennar. Hún kveðst hafa misst meðvitund um skeið en rankað fljótlega við sér og þá hafi hann tekið hana hálstaki á ný og nú með greipunum. Hún hafi þó ekki misst meðvitund í þetta sinn. Nú hafi karlinn aftur á móti rifið hana úr bæði bol og nærbuxum sem hún var klædd einum fata uppí rúminu. Síðan segir hún að karlinn hafi skyndilega rokið burt til að hringja í vinnuveitenda hennar til að aðgæta hvort hún hafi verið með einhverjum samstarfsmanni sínum – eitthvað í þá áttina. Á meðan hafi hún farið í bol og peysu en karlinn hafi svo komið aðvífandi, tekið hana kverkataki aftan frá og hert að. Síðan hafi hann verið með ruddalega kynferðislega tilburði (reynt að troða fingri upp í leggöng hennar) en að lokum sleppt henni og aftur horfið á braut til að hringja. Hún hafi þá flýtt sér í nærbuxur og lagt á flótta úr íbúðinni. Á þeim flótta var hún þegar tvær konur hittu hana fyrir og lögðu henni lið við að komast í Kvennaathvarfið. Konurnar voru báðar yfirheyrðar og bar frásögnum þeirra í öllu saman við frásögn konunnar. Lýstu þær áverkum hennar nákvæmlega. Rannsókn á Slysa- og bráðamóttöku leiddi líka í ljós að áverkar á konunni voru þess konar að færi saman við lýsingu hennar. Karlmaðurinn lýsti atburðum allt öðruvísi – "Hún hafi komið heim um morguninn en hann hafi (þá) verið að fara með strákana (þeirra) í skólann, en síðan farið heim aftur. Þegar heim hafi verið komið hafi hann hafið samfarir við hana. Hún hafi þá sagt honum frá sambandi sínu við aðra menn og að í kjölfarið hafi orðið einhver átök, stympingar og hrindingar. Þá hafi hún kastað í hann hlutum. Hann hafi verið reiður og snúið hana af sér. Hann kveðst síðan hafa hringt í vinnuna til hennar og til móður sinnar. Hún hafi hinsvegar búið um rúmið og síðan farið út." Í tilefni af þessu lætur Guðmundur L. Jóhannesson dómari í Héraðsdómi Reykjaness svo um mælt í dómsniðurstöðu sinni að "ákærða og kæranda ber ekki allskostar saman um þá atburðarás" sem leiddi til dómsmálsins. Ekki annað sagt en þar sé afar vægt til orða tekið, svo vægt sé til orða tekið. Annars vegar er augljóslega lýst líkamsárás af grófara taginu en hins vegar stympingum, og þetta er tvennt alveg ólíkt – þótt Guðmundi dómara virðist í mun að gera sem minnst úr þeim mun sem er á framburði konunnar annars vegar og karlsins hins vegar ... "ber ekki allskostar saman ..." Og Guðmundur tekur til dæmis líka svo til orða að “af gögnum málsins þykir ljóst að upphaf þeirra átaka sem brutust út á milli ákærða og kæranda megi rekja til erfiðleika í sambúð þeirra”. En síðar verður Guðmundur dómari þó reyndar að viðurkenna í niðurstöðu sinni að áverkar á konunni hafi borið saman við lýsingu hennar á líkamsárás mannsins. Það sem í þessu máli er furðulegast, það er refsingin – ef refsing skyldi kalla. Um það segir dómarinn Guðmundur L. Jóhannesson: "Við refsimat í málinu verður að líta til þess að samkvæmt frásögn kæranda hefur sambúð hennar og ákærða verið stormasöm allt frá því að þau giftust ... 1999 og iðulega komið til átaka milli þeirra, án þess að séð verði að það hafi leitt til kærumála ..." Má ég endurtaka: "Iðulega komið til átaka milli þeirra ..." Þannig lýsir Guðmundur L. Jóhannesson forsögu málsins; skýrum ásökunum konunnar um að karlinn hefði ítrekað lagt á sig hendur árum saman. Þessu hafði konan lýst svo í dóminum: "Hún kvað ákærða hafa hagað sér á þennan hátt ..." – það er að segja beitt hana ofbeldi – "allt frá því að skömmu eftir að þau giftu sig ... Ofbeldið hafi átt sér stað með hléum öll sambúðarárin og u.þ.b. tvisvar á ári hafi ákærði beitt hana alvarlegum líkamsmeiðingum." Ekki verður séð af dóminum að karlmaðurinn hafi verið spurður út í fyrra ofbeldi sitt gegn konunni. Orð dómarans eru því eingöngu byggð á lýsingu konunnar, en "ofbeldi öll sambúðarárin" og "alvarlegar líkamsmeiðingar um það bil tvisvar á ári" kýs hann að kalla að "iðulega (hafi) komið til átaka milli þeirra". Líkamsmeiðingar og ofbeldi karlmannsins gegn konunni eru orðin að "átökum". Hér er rétt að vekja athygli á að orðalag Guðmundar L. Jóhannessonar byggist - að því er séð verður - alls ekki á því að hann hafi verið að reyna að fara eins konar bil beggja milli frásagna konunnar og karlmannsins um fyrra heimilisofbeldi – því ég ítreka að í dómnum kemur ekki fram að karlinn hafi yfirleitt verið spurður út í fyrra ofbeldi sitt gegn konunni. Það er því persónuleg túlkun Guðmundar L. Jóhannessonar sjálfs á orðum konunnar sem breytir "líkamsmeiðingum" og "ofbeldi" í "líkamsmeiðingum" og í huga hans sjálfs kallast það "átök". Sem verður að teljast í meira lagi furðulegt. Í stað þess að nefna orð konunnar eins og þau komu fyrir og setja kannski einhvern fyrirvara um að sjónarmið karlsins hafi ekki komið fram varðandi ásakanir hennar – þá túlkar Guðmundur einfaldlega sjálfur "líkamsmeiðingar" sem "átök milli þeirra". Sem sagt – mjög furðulegt. En svo kemur framhaldið í dómsniðurstöðu hans: "... en í þessu tilviki leggur ákærður hendur á kæranda í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni". Hér er um það að ræða að bæði konunni og karlinum ber saman um að tal um hugsanlegt framhjáhald hennar hafi komið á undan líkamsárásinni – því líkamsárás var það og ekkert annað. Meira að segja karlinn viðurkennir að hann hafi ráðist að konunni þótt hann kalli það "stympingar". En sem sagt, þarna var skipst á illyrðum um framhjáhald eða meint framhjáhald. Karlinn segir að vísu að konan hafi tjáð sér að hún hafi verið með öðrum mönnum – en konan segir að karlinn hafi farið að ásaka sig um slíkt. Þarna stendur einfaldlega orð gegn orði og það er nákvæmlega ekkert í vitnisburði parsins fyrir dómi sem bendir frekar til þess að annað þeirra segi satt en hitt ljúgi. En úr þessu les Guðmundur L. Jóhannesson samt að "(gögnin) hníga ... frekar að því, að (konan) kunni að hafa valdið (bræði karlmannsins)". Þetta er einfaldlega rangt, samkvæmt dómnum eins og hann liggur fyrir – engin gögn hníga að því að konan sé frekar að ljúga heldur en karlinn. Dómarinn knái nefnir að vísu sem einhvers konar sönnun fyrir máli sínu að maðurinn hafi rokið til að hringja í vinnuveitanda konunnar "sem styður þá frásögn hans," skrifar Guðmundur L. Jóhannesson, "að hún hafi þarna tjáð honum eða gefið í skyn að hún væri með öðrum manni á vinnustað hennar og því hafi hann hringt þangað til að kanna hvað hæft væri í frásögn hennar". Er Guðmundur L. Jóhannesson alveg úti að aka – eins og það heitir á góðri íslensku? Þekkir hann ekkert til mannfólksins? Veit hann ekki að maður sem ímyndar sér – jafnvel alveg að ósekju – að konan hans hafi haldið framhjá honum, hann getur alveg verið nógu sannfærður til að hann fari að yfirheyra mann og annan um hið meinta framhjáhald, án þess að nokkur fótur kunni að vera fyrir því? Er maður sem veit þetta ekki virkilegur hæfur til þess að vera dómari og ráðskast með örlög manna? Því það er svo margt annað sem dómarar þurfa að hafa til brunns að bera heldur en bara þekkingu á lagagreinum – ég hefði að minnsta kosti haldið að góður dómari þurfi ekki síður að vera góður mannþekkjari en flinkur í lagakrókum, sem ég veit reyndar ekkert um hvort Guðmundur L. Jóhannesson er. En þarna er Guðmundur sem sagt búinn að draga eftirfarandi ályktanir í niðurstöðu sinni: Fullyrðingar konunnar um að karlinn hafi beitt hana alvarlegu ofbeldi árum saman þýða "átök milli þeirra". Orð gegn orði millum þeirra um hvort þeirra hafi haft orð á meintu framhjáhaldi áður en hann gekk í skrokk á henni túlkar Guðmundur svo að "gögnin hnígi að því" að konan hafi "valdið bræði" karlmannsins. Alveg að ástæðulausu að því er ég fæ séð – alveg fullkomlega að ástæðulausu. En þetta var sem sagt aðdragandi að refsiávörðun Guðmundar L. Jóhannessonar – nú kemur hún. Hann viðurkennir að framburður konunnar sé trúverðugur, auk þess sem framburður vitna og áverkavottorð staðfesti sögu hennar. Áverkar konunnar hafi greinilega verið af völdum karlsins. En um leið talar hann um að óumdeilt sé að "til átaka hafi omið á milli þeirra (konunnar og karlsins)" og hér er sem sé líkamsárás aftur orðin að átökum í munni Guðmundar L. Jóhannessonar. Ekki verður séð af framburði að konan hafi átt nokkurn þátt í þeim "átökum" – nema í hæsta lagi lágmarkstilraun til varna þegar karlmaðurinn tók hana kyrkingartaki. Enn verður þessi túlkun Guðmundar því að teljast furðuleg. Og þá ekki síður þegar Guðmundur dregur eftirfarandi ályktun af framburði konunnar, sem hann er þó nýbúinn að dæma trúverðugan, og af áverkavottorðinu, að "áverkar þeir sem sáust á kæranda benda ekki til þess að hann hafi tekið mjög hart á henni", þótt hún hafi verið mjög miður sín á eftir. Ég vísa þá aftur í lýsingu konunnar sem áverkavottorðið studdi í einu og öllu. Þykir hlustendum, eins og Guðmundi L. Jóhannessyni, að það bendi til þess að hann hafi "ekki ... tekið mjög hart á henni"? Og orðalagið "að taka hart á einhverjum" virðist reyndar afar hógværlegt, nánast fáránlegt, yfir grófa líkamsárás – þótt ég ætli nú ekki langt útí merkingarfræði orðtaka í þessu sambandi. En sem sagt – það er loks komið að því að kveða upp refsinguna og þá segir Guðmundur L. Jóhannesson: "Í ljósi aðstæðna og atvika í máli þessu þykir rétt ... að refsiákvörðun í máli þessu verði frestað og komi ekki til hennar ef ákærður haldi almennt skilorð ... í 3 ár." Orðalagið "í ljósi aðstæðna og atvika" getur ekki átt við neitt annað það sem dómarinn hafði áður fabúlerað um að karlinn hafi lagt hendur á konuna "í mikilli bræði" og "að kærandi (það er að segja) konan kunni að hafa valdið henni". Og af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú sem dregin var í fjölmiðlum á sínum tíma – þegar þessi makalausi dómur féll – að Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari telji að ef karlmaður er nógu reiður þá beri ekki að refsa honum fyrir að berja konu. Hér verðum við að athuga að í raun skiptir auðvitað engu máli hvort eitthvað var hæft í því að konan hafi verið að halda framhjá eða ekki – og það skiptir heldur ekki máli hvort hún hafi kannski slegið því fram í rifrildi eða ekki – og það skiptir heldur ekki máli hvort hann hefur verið einlæglega sannfærður um hugsanlegt framhjáhald – það er einfaldlega ótækt og óleyfilegt og refsivert samkvæmt lögum að berja fólk og taka það kyrkingartaki og niðurstaða Guðmundar L. Jóhannessonar er því einfaldlega furðuleg, einfaldlega röng og raunar einfaldlega mjög hneykslanleg. Þeim mun furðulegra er að Hæstiréttur skuli nú hafa í reynd staðfest þessa niðurstöðu með því að skilorðsbinda alla þá refsingu sem hann gerir þó karlmanninum. Á milli þess að Héraðsdómur Reykjaness fjallaði um málið og Hæstiréttur hafði það dúkkað upp í fjölmiðlum að maðurinn hafði áður gerst sekur um líkamsrás gegn sambýliskonu – það var árið 1990 – þá fékk hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir raunar: "Þegar gögn málsins eru virt er hvorki í ljós leitt að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki ... Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur." Þetta virðist klárt og kvitt – og vissulega virðast hæstaréttardómararnir setja þarna duglega ofan í við Guðmund L. Jóhannesson. Öllum hans fabúleringum er hrundið – konan hafi ekki gefið tilefni til árásarinnar og ekki hafi komið til "átaka" milli þeirra, heldur hafi einfaldlega verið um árás að ræða og ákærði eigi sér engar málsbætur – heldur ekki þá "bræði" hans sem Guðmundur skildi svona vel. En þrátt fyrir þetta fær karlinn í raun enga refsingu – hann er dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis sem fellur niður ef hann gerist ekki brotlegur við lög næstu þrjú árin. Engin skýring er gefin á þessari mildi. Hann labbaði því jafn frír og frjáls út frá Hæstarétti og Héraðsdómi. Þrátt fyrir líkamsárás sem Hæstiréttur sjálfur telur hafa verið alvarlega og án málsbóta. Er þá niðurstaðan enn sú að berja megi konur – bara ef maður gerir það ekki of oft? Þennan dóm kváðu upp hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði – eins og ég sagði frá í gær – sératkvæði þar sem hann hélt því fram að umfjöllun fjölmiðla – þá fyrst og fremst DV – ætti að koma til refsilækkunar, en hann vildi dæma manninn í 30 daga fangelsi, ekki þriggja mánaða, en líka skilorðsbinda refsinguna. Jón Steinar skrifaði í sínu sératkvæði: "Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt sem hann hefur lýst." Eins og ég sagði í gær – menn geta haft sínar skoðanir á framsetningu frétta í DV og stefnu blaðsins í nafn- og myndbirtingum – en að dómari við Hæstarétt Íslands skuli hafa látið það ráða afstöðu sinni í alvarlegu sakamáli að ofbeldismaður hafi verið nafngreindur og birt mynd honum í blaði, það er eiginlega hálf hrollvekjandi. Og hvernig á að skilja það að umfjöllun DV (og kannski annarra fjölmiðla) hafi verið "einhliða og ósanngjörn"? Því það var einfaldlega rakið í fréttum hvað fram kom fyrir Héraðsdómi Reykjaness og þar kom vissulega greinilega fram að maðurinn var sekur um líkamsrárás þótt Guðmundur L. Jóhannesson hafi viljað sýna slíka mildi að ákvarða honum ekki refsingu. Jón Steinar vísar ekki til neinna laga í framhaldi að fyrrnefndum hugleiðingum sínum um að hin "einhliða og ósanngjarna" umfjöllun hafi valdið ofbeldismanninum "þjáningum og skaða" sem augljóslega er orsök þess að Jón Steinar vill fara um hann miklu mildari höndum en jafnvel þau Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur. Aftur á móti vísar hann til lagagreinar í næsta kafla sératkvæðis síns – en þar segir: "Með hliðsjón af c-lið 1. málsgreinar 113. greinar laga númer 19/1991 hefði þetta (það er að segja þjáningarnar sem blaðaskrifin ollu ofbeldismanninum) ... hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta, við ákvörðun ákæruvalds um að óska eftir leyfi til áfrýjunar á héraðsdóminum". Með öðrum orðum – Jón Steinar telur að skrifin og myndbirtingin í DV hefðu átt að valda því að ákæruvaldið – Ríkissaksóknari – áfrýjaði ekki hinum fáránlega dómi Guðmundar L. Jóhannessonar. Og hann heldur áfram: "Virðist þessi umfjöllun fremur hafa haft gagnstæð áhrif (það er að segja á Ríkissaksóknara) Með hliðsjón af þessu sem og því, að langt er um liðið síðan ákærði framdi fyrra hegningarlagabrot sitt, þykir rétt að fresta fullnustu refsingar hans ..." og svo framvegis. Þetta þykir mér mjög, endurtek mjög vafasamt og raunar varasamt sjónarmið. Mega dómstólar landsins líta á umfjöllun í blöðum sem ígildi refsingar fyrir ofbeldisglæpi? – vegna þess að ofbeldismennirnir hafa liðið þvílíkar þjáningar og beðið þvílíkan skaða með umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla. Jón Steinar er nýr dómari í Hæstarétti, mun sitja þar lengi enn og ef þetta sjónarmið verður ríkjandi á næstu árum – þá verða lögmenn landsins og dómarar – að ekki sé minnst á blaðamenn – að minnsta kosti að ræða þetta mál í þaula. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í gær fór ég hér á kassanum nokkrum orðum um dóm sem þá hafði verið kveðinn upp í Hæstarétti yfir ofbeldismanni sem sakaður hafði verið um að berja konuna sína og var úrskurðaður sekur í Héraðsdómi Reykjaness. Dómari var Guðmundur L. Jóhannesson en hann sá samt ekki ástæðu til að dæma manninn til refsingar af því hann þótti eiga þær málsbætur að hafa verið svo reiður af því hann hélt að konan hans hefði verið að halda framhjá honum. Þessi dómur vakti mikla hneykslun – enda virtist hann gefa veiðileyfi á konur – menn gætu alltaf haldið því að reiðin hefði bara tekið af þeim völdin af því þá hefði grunað þær um framhjáhald. En í gær dæmdi Hæstiréttur manninn að vísu til refsingar en gerði hann skilorðsbundinn, svo maðurinn þarf eftir sem áður ekkert að sitja inni fyrir grófa líkamsárás gegn konu sinni. Og í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara við Hæstarétt kom fram að milda bæri refsingu yfir manninum, þar sem um hann hefði verið fjallað svo mikið í blöðum og meira að segja birt af honum mynd. Þetta þykir mér stórlega vafasamt sjónarmið og ætla að nota tækifærið hér á kassanum í dag til að fjalla um þennan merkilega dóm – og þá verður ekki hjá því komist að rekja aðdragandann og einkum dóm Héraðsdóms nokkuð návæmlega. Konan og karlinn voru gift, áttu börn saman. Þeim ber alls ekki saman um aðdraganda líkamsárásarinnar sem málið snýst um. Konan lýsir atburðunum í stuttu máli á þessa leið: Eldsnemma morguns á miðvikudegi hafi hún komið frá vinnu en karlmaðurinn tekið á móti henni með ásökunum um framhjáhald. Hann hafi fylgt þessu eftir með því að berja hana í höfuðið og kalla hana ónöfnum. Um síðir hafi þessu linnt og hún farið að sofa en nokkru síðar hafi hann vakið hana með sömu ásökunum og fyrr - um framhjáhald. Því hafi hún staðfastlega neitað enda hafi ekki verið um neitt slíkt að ræða. En karlinn hafi skyndilega orðið viti sínu fjær af bræði og ráðist að henni þar sem þau lágu í rúminu – hann hafi tekið hana hálstaki aftan frá með framhandleggjunum. Því bragði sagði hún að hann hafi áður beitt í því skyni að koma í veg fyrir að fingraför sæjust á hálsi hennar. Hún kveðst hafa misst meðvitund um skeið en rankað fljótlega við sér og þá hafi hann tekið hana hálstaki á ný og nú með greipunum. Hún hafi þó ekki misst meðvitund í þetta sinn. Nú hafi karlinn aftur á móti rifið hana úr bæði bol og nærbuxum sem hún var klædd einum fata uppí rúminu. Síðan segir hún að karlinn hafi skyndilega rokið burt til að hringja í vinnuveitenda hennar til að aðgæta hvort hún hafi verið með einhverjum samstarfsmanni sínum – eitthvað í þá áttina. Á meðan hafi hún farið í bol og peysu en karlinn hafi svo komið aðvífandi, tekið hana kverkataki aftan frá og hert að. Síðan hafi hann verið með ruddalega kynferðislega tilburði (reynt að troða fingri upp í leggöng hennar) en að lokum sleppt henni og aftur horfið á braut til að hringja. Hún hafi þá flýtt sér í nærbuxur og lagt á flótta úr íbúðinni. Á þeim flótta var hún þegar tvær konur hittu hana fyrir og lögðu henni lið við að komast í Kvennaathvarfið. Konurnar voru báðar yfirheyrðar og bar frásögnum þeirra í öllu saman við frásögn konunnar. Lýstu þær áverkum hennar nákvæmlega. Rannsókn á Slysa- og bráðamóttöku leiddi líka í ljós að áverkar á konunni voru þess konar að færi saman við lýsingu hennar. Karlmaðurinn lýsti atburðum allt öðruvísi – "Hún hafi komið heim um morguninn en hann hafi (þá) verið að fara með strákana (þeirra) í skólann, en síðan farið heim aftur. Þegar heim hafi verið komið hafi hann hafið samfarir við hana. Hún hafi þá sagt honum frá sambandi sínu við aðra menn og að í kjölfarið hafi orðið einhver átök, stympingar og hrindingar. Þá hafi hún kastað í hann hlutum. Hann hafi verið reiður og snúið hana af sér. Hann kveðst síðan hafa hringt í vinnuna til hennar og til móður sinnar. Hún hafi hinsvegar búið um rúmið og síðan farið út." Í tilefni af þessu lætur Guðmundur L. Jóhannesson dómari í Héraðsdómi Reykjaness svo um mælt í dómsniðurstöðu sinni að "ákærða og kæranda ber ekki allskostar saman um þá atburðarás" sem leiddi til dómsmálsins. Ekki annað sagt en þar sé afar vægt til orða tekið, svo vægt sé til orða tekið. Annars vegar er augljóslega lýst líkamsárás af grófara taginu en hins vegar stympingum, og þetta er tvennt alveg ólíkt – þótt Guðmundi dómara virðist í mun að gera sem minnst úr þeim mun sem er á framburði konunnar annars vegar og karlsins hins vegar ... "ber ekki allskostar saman ..." Og Guðmundur tekur til dæmis líka svo til orða að “af gögnum málsins þykir ljóst að upphaf þeirra átaka sem brutust út á milli ákærða og kæranda megi rekja til erfiðleika í sambúð þeirra”. En síðar verður Guðmundur dómari þó reyndar að viðurkenna í niðurstöðu sinni að áverkar á konunni hafi borið saman við lýsingu hennar á líkamsárás mannsins. Það sem í þessu máli er furðulegast, það er refsingin – ef refsing skyldi kalla. Um það segir dómarinn Guðmundur L. Jóhannesson: "Við refsimat í málinu verður að líta til þess að samkvæmt frásögn kæranda hefur sambúð hennar og ákærða verið stormasöm allt frá því að þau giftust ... 1999 og iðulega komið til átaka milli þeirra, án þess að séð verði að það hafi leitt til kærumála ..." Má ég endurtaka: "Iðulega komið til átaka milli þeirra ..." Þannig lýsir Guðmundur L. Jóhannesson forsögu málsins; skýrum ásökunum konunnar um að karlinn hefði ítrekað lagt á sig hendur árum saman. Þessu hafði konan lýst svo í dóminum: "Hún kvað ákærða hafa hagað sér á þennan hátt ..." – það er að segja beitt hana ofbeldi – "allt frá því að skömmu eftir að þau giftu sig ... Ofbeldið hafi átt sér stað með hléum öll sambúðarárin og u.þ.b. tvisvar á ári hafi ákærði beitt hana alvarlegum líkamsmeiðingum." Ekki verður séð af dóminum að karlmaðurinn hafi verið spurður út í fyrra ofbeldi sitt gegn konunni. Orð dómarans eru því eingöngu byggð á lýsingu konunnar, en "ofbeldi öll sambúðarárin" og "alvarlegar líkamsmeiðingar um það bil tvisvar á ári" kýs hann að kalla að "iðulega (hafi) komið til átaka milli þeirra". Líkamsmeiðingar og ofbeldi karlmannsins gegn konunni eru orðin að "átökum". Hér er rétt að vekja athygli á að orðalag Guðmundar L. Jóhannessonar byggist - að því er séð verður - alls ekki á því að hann hafi verið að reyna að fara eins konar bil beggja milli frásagna konunnar og karlmannsins um fyrra heimilisofbeldi – því ég ítreka að í dómnum kemur ekki fram að karlinn hafi yfirleitt verið spurður út í fyrra ofbeldi sitt gegn konunni. Það er því persónuleg túlkun Guðmundar L. Jóhannessonar sjálfs á orðum konunnar sem breytir "líkamsmeiðingum" og "ofbeldi" í "líkamsmeiðingum" og í huga hans sjálfs kallast það "átök". Sem verður að teljast í meira lagi furðulegt. Í stað þess að nefna orð konunnar eins og þau komu fyrir og setja kannski einhvern fyrirvara um að sjónarmið karlsins hafi ekki komið fram varðandi ásakanir hennar – þá túlkar Guðmundur einfaldlega sjálfur "líkamsmeiðingar" sem "átök milli þeirra". Sem sagt – mjög furðulegt. En svo kemur framhaldið í dómsniðurstöðu hans: "... en í þessu tilviki leggur ákærður hendur á kæranda í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni". Hér er um það að ræða að bæði konunni og karlinum ber saman um að tal um hugsanlegt framhjáhald hennar hafi komið á undan líkamsárásinni – því líkamsárás var það og ekkert annað. Meira að segja karlinn viðurkennir að hann hafi ráðist að konunni þótt hann kalli það "stympingar". En sem sagt, þarna var skipst á illyrðum um framhjáhald eða meint framhjáhald. Karlinn segir að vísu að konan hafi tjáð sér að hún hafi verið með öðrum mönnum – en konan segir að karlinn hafi farið að ásaka sig um slíkt. Þarna stendur einfaldlega orð gegn orði og það er nákvæmlega ekkert í vitnisburði parsins fyrir dómi sem bendir frekar til þess að annað þeirra segi satt en hitt ljúgi. En úr þessu les Guðmundur L. Jóhannesson samt að "(gögnin) hníga ... frekar að því, að (konan) kunni að hafa valdið (bræði karlmannsins)". Þetta er einfaldlega rangt, samkvæmt dómnum eins og hann liggur fyrir – engin gögn hníga að því að konan sé frekar að ljúga heldur en karlinn. Dómarinn knái nefnir að vísu sem einhvers konar sönnun fyrir máli sínu að maðurinn hafi rokið til að hringja í vinnuveitanda konunnar "sem styður þá frásögn hans," skrifar Guðmundur L. Jóhannesson, "að hún hafi þarna tjáð honum eða gefið í skyn að hún væri með öðrum manni á vinnustað hennar og því hafi hann hringt þangað til að kanna hvað hæft væri í frásögn hennar". Er Guðmundur L. Jóhannesson alveg úti að aka – eins og það heitir á góðri íslensku? Þekkir hann ekkert til mannfólksins? Veit hann ekki að maður sem ímyndar sér – jafnvel alveg að ósekju – að konan hans hafi haldið framhjá honum, hann getur alveg verið nógu sannfærður til að hann fari að yfirheyra mann og annan um hið meinta framhjáhald, án þess að nokkur fótur kunni að vera fyrir því? Er maður sem veit þetta ekki virkilegur hæfur til þess að vera dómari og ráðskast með örlög manna? Því það er svo margt annað sem dómarar þurfa að hafa til brunns að bera heldur en bara þekkingu á lagagreinum – ég hefði að minnsta kosti haldið að góður dómari þurfi ekki síður að vera góður mannþekkjari en flinkur í lagakrókum, sem ég veit reyndar ekkert um hvort Guðmundur L. Jóhannesson er. En þarna er Guðmundur sem sagt búinn að draga eftirfarandi ályktanir í niðurstöðu sinni: Fullyrðingar konunnar um að karlinn hafi beitt hana alvarlegu ofbeldi árum saman þýða "átök milli þeirra". Orð gegn orði millum þeirra um hvort þeirra hafi haft orð á meintu framhjáhaldi áður en hann gekk í skrokk á henni túlkar Guðmundur svo að "gögnin hnígi að því" að konan hafi "valdið bræði" karlmannsins. Alveg að ástæðulausu að því er ég fæ séð – alveg fullkomlega að ástæðulausu. En þetta var sem sagt aðdragandi að refsiávörðun Guðmundar L. Jóhannessonar – nú kemur hún. Hann viðurkennir að framburður konunnar sé trúverðugur, auk þess sem framburður vitna og áverkavottorð staðfesti sögu hennar. Áverkar konunnar hafi greinilega verið af völdum karlsins. En um leið talar hann um að óumdeilt sé að "til átaka hafi omið á milli þeirra (konunnar og karlsins)" og hér er sem sé líkamsárás aftur orðin að átökum í munni Guðmundar L. Jóhannessonar. Ekki verður séð af framburði að konan hafi átt nokkurn þátt í þeim "átökum" – nema í hæsta lagi lágmarkstilraun til varna þegar karlmaðurinn tók hana kyrkingartaki. Enn verður þessi túlkun Guðmundar því að teljast furðuleg. Og þá ekki síður þegar Guðmundur dregur eftirfarandi ályktun af framburði konunnar, sem hann er þó nýbúinn að dæma trúverðugan, og af áverkavottorðinu, að "áverkar þeir sem sáust á kæranda benda ekki til þess að hann hafi tekið mjög hart á henni", þótt hún hafi verið mjög miður sín á eftir. Ég vísa þá aftur í lýsingu konunnar sem áverkavottorðið studdi í einu og öllu. Þykir hlustendum, eins og Guðmundi L. Jóhannessyni, að það bendi til þess að hann hafi "ekki ... tekið mjög hart á henni"? Og orðalagið "að taka hart á einhverjum" virðist reyndar afar hógværlegt, nánast fáránlegt, yfir grófa líkamsárás – þótt ég ætli nú ekki langt útí merkingarfræði orðtaka í þessu sambandi. En sem sagt – það er loks komið að því að kveða upp refsinguna og þá segir Guðmundur L. Jóhannesson: "Í ljósi aðstæðna og atvika í máli þessu þykir rétt ... að refsiákvörðun í máli þessu verði frestað og komi ekki til hennar ef ákærður haldi almennt skilorð ... í 3 ár." Orðalagið "í ljósi aðstæðna og atvika" getur ekki átt við neitt annað það sem dómarinn hafði áður fabúlerað um að karlinn hafi lagt hendur á konuna "í mikilli bræði" og "að kærandi (það er að segja) konan kunni að hafa valdið henni". Og af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú sem dregin var í fjölmiðlum á sínum tíma – þegar þessi makalausi dómur féll – að Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari telji að ef karlmaður er nógu reiður þá beri ekki að refsa honum fyrir að berja konu. Hér verðum við að athuga að í raun skiptir auðvitað engu máli hvort eitthvað var hæft í því að konan hafi verið að halda framhjá eða ekki – og það skiptir heldur ekki máli hvort hún hafi kannski slegið því fram í rifrildi eða ekki – og það skiptir heldur ekki máli hvort hann hefur verið einlæglega sannfærður um hugsanlegt framhjáhald – það er einfaldlega ótækt og óleyfilegt og refsivert samkvæmt lögum að berja fólk og taka það kyrkingartaki og niðurstaða Guðmundar L. Jóhannessonar er því einfaldlega furðuleg, einfaldlega röng og raunar einfaldlega mjög hneykslanleg. Þeim mun furðulegra er að Hæstiréttur skuli nú hafa í reynd staðfest þessa niðurstöðu með því að skilorðsbinda alla þá refsingu sem hann gerir þó karlmanninum. Á milli þess að Héraðsdómur Reykjaness fjallaði um málið og Hæstiréttur hafði það dúkkað upp í fjölmiðlum að maðurinn hafði áður gerst sekur um líkamsrás gegn sambýliskonu – það var árið 1990 – þá fékk hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir raunar: "Þegar gögn málsins eru virt er hvorki í ljós leitt að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki ... Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur." Þetta virðist klárt og kvitt – og vissulega virðast hæstaréttardómararnir setja þarna duglega ofan í við Guðmund L. Jóhannesson. Öllum hans fabúleringum er hrundið – konan hafi ekki gefið tilefni til árásarinnar og ekki hafi komið til "átaka" milli þeirra, heldur hafi einfaldlega verið um árás að ræða og ákærði eigi sér engar málsbætur – heldur ekki þá "bræði" hans sem Guðmundur skildi svona vel. En þrátt fyrir þetta fær karlinn í raun enga refsingu – hann er dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis sem fellur niður ef hann gerist ekki brotlegur við lög næstu þrjú árin. Engin skýring er gefin á þessari mildi. Hann labbaði því jafn frír og frjáls út frá Hæstarétti og Héraðsdómi. Þrátt fyrir líkamsárás sem Hæstiréttur sjálfur telur hafa verið alvarlega og án málsbóta. Er þá niðurstaðan enn sú að berja megi konur – bara ef maður gerir það ekki of oft? Þennan dóm kváðu upp hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði – eins og ég sagði frá í gær – sératkvæði þar sem hann hélt því fram að umfjöllun fjölmiðla – þá fyrst og fremst DV – ætti að koma til refsilækkunar, en hann vildi dæma manninn í 30 daga fangelsi, ekki þriggja mánaða, en líka skilorðsbinda refsinguna. Jón Steinar skrifaði í sínu sératkvæði: "Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt sem hann hefur lýst." Eins og ég sagði í gær – menn geta haft sínar skoðanir á framsetningu frétta í DV og stefnu blaðsins í nafn- og myndbirtingum – en að dómari við Hæstarétt Íslands skuli hafa látið það ráða afstöðu sinni í alvarlegu sakamáli að ofbeldismaður hafi verið nafngreindur og birt mynd honum í blaði, það er eiginlega hálf hrollvekjandi. Og hvernig á að skilja það að umfjöllun DV (og kannski annarra fjölmiðla) hafi verið "einhliða og ósanngjörn"? Því það var einfaldlega rakið í fréttum hvað fram kom fyrir Héraðsdómi Reykjaness og þar kom vissulega greinilega fram að maðurinn var sekur um líkamsrárás þótt Guðmundur L. Jóhannesson hafi viljað sýna slíka mildi að ákvarða honum ekki refsingu. Jón Steinar vísar ekki til neinna laga í framhaldi að fyrrnefndum hugleiðingum sínum um að hin "einhliða og ósanngjarna" umfjöllun hafi valdið ofbeldismanninum "þjáningum og skaða" sem augljóslega er orsök þess að Jón Steinar vill fara um hann miklu mildari höndum en jafnvel þau Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur. Aftur á móti vísar hann til lagagreinar í næsta kafla sératkvæðis síns – en þar segir: "Með hliðsjón af c-lið 1. málsgreinar 113. greinar laga númer 19/1991 hefði þetta (það er að segja þjáningarnar sem blaðaskrifin ollu ofbeldismanninum) ... hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta, við ákvörðun ákæruvalds um að óska eftir leyfi til áfrýjunar á héraðsdóminum". Með öðrum orðum – Jón Steinar telur að skrifin og myndbirtingin í DV hefðu átt að valda því að ákæruvaldið – Ríkissaksóknari – áfrýjaði ekki hinum fáránlega dómi Guðmundar L. Jóhannessonar. Og hann heldur áfram: "Virðist þessi umfjöllun fremur hafa haft gagnstæð áhrif (það er að segja á Ríkissaksóknara) Með hliðsjón af þessu sem og því, að langt er um liðið síðan ákærði framdi fyrra hegningarlagabrot sitt, þykir rétt að fresta fullnustu refsingar hans ..." og svo framvegis. Þetta þykir mér mjög, endurtek mjög vafasamt og raunar varasamt sjónarmið. Mega dómstólar landsins líta á umfjöllun í blöðum sem ígildi refsingar fyrir ofbeldisglæpi? – vegna þess að ofbeldismennirnir hafa liðið þvílíkar þjáningar og beðið þvílíkan skaða með umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla. Jón Steinar er nýr dómari í Hæstarétti, mun sitja þar lengi enn og ef þetta sjónarmið verður ríkjandi á næstu árum – þá verða lögmenn landsins og dómarar – að ekki sé minnst á blaðamenn – að minnsta kosti að ræða þetta mál í þaula.