Erlent

Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda

Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns. Á Norðurlöndum eru kynjahlutföllin ójöfnust hér á landi þar sem rétt um þrjátíu prósent allra þingmanna eru kvenkyns. Hlutfallið er hins vegar mun lægra sé litið til Evrópu allrar eða rétt rúmlega átján prósent. Í heiminum öllum eru konur hins vegar tæplega sextán prósent allra þingmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×