Innlent

Þre­menningarnir krefjast sýknu

mynd/ mh.

Tveggja og hálfs árs refsingar er krafist yfir Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas í líkfundarmálinu svokallaða en aðalmeðferð í Hæstarétti hófst í gær. 

Ákæran er í þremur liðum, þremenningarnir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnunum, fyrir að hafa ekki komið Vaidasi Jucivicius til hjálpar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu. Verjandi Tomasar sagði skjólstæðing sinn viðurkenna að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum en krafðist sýknu af hinum ákæruliðunum. Grétar Sigurðsson var eini ákærandinn sem var viðstaddur málflutninginn og krafðist hann sýknu af öllum ákæruliðum. 

Verjandi Jónasar krafðist einnig sýknu eða að minnsta kosti lækkunar á refsingu. Verjandi Grétars sagði að þremenningarnir hefðu ekki getað gert sér grein fyrir þeirri neyð sem Vaidas var í þar sem Vaidas sjálfur hefði ekki verið meðvitaður um að hann væri í bráðri lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×