Erlent

Sættir í deilunni

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist hafa átt opinskáar og gagnlegar viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í dag. Hann segir þá hafa sammælst um að deila ekki um atburði úr fortíðinni. Þjóðarleiðtogarnir funduðu í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur en fjöldamótmæli hafa farið fram í þónokkrum kínverskum borgum vegna túlkunar Japana á atburðum Síðari heimsstyrjaldar í nýlegri kennslubók sem gefin var út þar í landi. Koizumi og Jintao eru báðir staddir á ráðstefnu asískra og afrískra þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta á Indónesíu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×