Innlent

Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi

"Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Fjöltengi hefur um tíma veitt heimilum að internetþjónustu gegnum rafmagnslagnir en slíkt hafa engir aðrir boðið hingað til. Verkefnið var á sínum tíma lofað sem næstu byltingu á fjarkskiptamarkaðnum en minna orðið úr en efni stóðu til. Guðlaugur segir að þarna hafa verið um að ræða R-lista drauminn sem varð að martröð. "Þegar þetta stóð fyrst til átti þetta að kosta nokkur hundruð milljónir króna en heildarkostnaður vegna internetsáráttu samtakanna eru nú í kringum sex milljarðar króna og ekki allt talið enn." Alfreð Þorsteinsson segir að yfirtaka Og Vodafone hafi verið ákveðin fyrir allnokkru en hann veit ekki nákvæmlega hvenær yfirtökuferlinu ljúki endanlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×