Dramb er falli næst 21. apríl 2005 00:01 "Hver uppsker eins og hann sáir og það er sjálfsagt að gleðjast yfir góðum árangri eftir mikið erfiði. En dramb er falli næst og ekkert kemur af sjálfu sér. Við Íslendingar höfum þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og munum áfram þurfa að hafa það í breyttum heimi. Og raunar sem aldrei fyrr." Þessi spámannslegu orð féllu í Hólaræðu sem Halldór Ásgrímsson flutti fyrir tæpum tveimur árum. Engu er líkara en Halldór og forusta flokksins hafi skyndilega vaknað upp af blundi og áttað sig á að ríkuleg uppskera varðandi hlutdeild í landstjórninni væri farin að stíga þeim til höfuðs. Að drambsemi hafi verið farið að gæta, eftir langa samfellda setu í ríkisstjórn. Umræðan um sölu Símans hefur dregið þetta vel fram, en umtalsverðrar tortryggni hefur gætt í tengslum við hana, einkum vegna þess að reglur og skilyrði við söluna hafa ekki þótt nægjanlega gagnsæ. Skýrast kemur þessi tortryggni fram í fjöldahreyfingu Agnesar Bragadóttur en einnig í almennri umræðu. Stóru skilaboðin til stjórnarflokkanna felast í augljósum trúnaðarbresti milli þeirra og talsverðs hluta almennings. Menn eru einfaldlega tilbúnir til að trúa því - eða í það minnsta hlusta á - að óeðlilegir sérhagsmunir hafi ráðið för þegar leikreglurnar voru ákveðnar. Slíkur trúnaðarbrestur er rökrétt framhald drambsamra stjórnarhátta, stjórnarhátta þar sem menn hafa ekki talið ástæðu til að útsýra ákvarðanir í auðmýkt og viljað knýja hluti fram í krafti valdboðs og meirihlutastyrks. Stundum er þetta kallað foringjastíll eða flokksræði og þetta er sá stíll sem öðru fremur hefur einkennt stjórnmálaforustu þeirra tvímenninga Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á undanförnum árum. Drambsamt gagnsæi skapar tortryggni og hin drambsömu viðbrögð við tortryggni eru oftar en ekki hneykslun og furða á því að menn skuli yfirleitt leyfa sér eða láta sér detta í huga að viðhafa einhverjar efasemdir um stjórnarhætti. Enda hefur ekki staðið á því að viðbrögð stjórnarliðsins við umkvörtunum um ógagnsæi söluferlis Símans hafi verið af þessum toga. Gagnrýnin er sögð dylgjur, ómálefnaleg, og rógur, sem hún raunar er að hluta. Hins vegar dæma dylgjur sig sjálfar ef stjórnarflokkarnir skýra sjónarmið sín í eðlilegri auðmýkt. Þannig mun t.d. furðulegur Kastljósþáttur sem sendur var út sl. sunnudagskvöld dæma sig sjálfur, en þar var líkamsræktarfrömuður beinlínis fenginn til að bera á borð ásakanir og samsæriskenningar sínar um nafngreinda einstaklinga í tilefni af því að manneskjan var að hugsa um að skrifa kannski einhvern tíma bók um málið! Sennilega mun þessi þáttur gagnast best þeim sem mest var ráðist gegn í þættinum, en hins vegar er að heyra á almennri umræðu að þátturinn kunni að skaða trú manna á blaðamennsku og á fréttastofum RÚV, enda gerir almenningur ekki mikinn mun á fréttastofunum sjálfum og dagskrárgerð við fréttatengt efni. En slíkar hliðarsýningar eru þó aukaatriði. Aðalatriðið fyrir stjórnarflokkana og þó einkum Framsóknarflokkinn er að glíma við það vantraust og tortryggni sem augljóslega er til staðar í samfélaginu gagnvart stjórnarháttum flokksins. Það verður ekki gert nema með því að skýra efnisatriði málsins og með því að gera ávörðunarferlið gagnsætt og opið. Engu er líkara en ræða formannsins frá því á Hólum í hitteðfyrra hafi rifjast upp og menn munað eftir því að "dramb er falli næst og ekkert kemur af sjálfu sér". Allra síst kemur traust af sjálfu sér, menn verða að vinna fyrir því. Á síðustu dögum þessa erfiða vetrar hjá Framsókn koma loksins fram skynsamleg og raunveruleg viðbrögð frá flokknum. Viðbrögð sem e.t.v. gætu byggt upp traust og tiltrú vegna þess að þau eru andstæða drambsins og fela í sér auðmýkt gagnsæisins. Þessi viðbrögð felast í því að forsætisráðherra stígur nú fram og vill endurskoða löggjöfina um stjórnmálaflokka. Þau felast í því að framsóknarmenn hafa nú frumkvæði að því að opinbera eignatengsl (og skuldir) þingmanna og ráðherra. Þau felast í því að formaður fjárlaganefndar kemur fram og vill ræða í þaula skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna. Síðast en ekki síst felast viðbrögðin í því að forsætisráðherra ætlar að opinbera skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanleys um sölu Símans. Í sjálfu sér eru hér á ferðinni gamalkunnar hugmyndir sem sumar hafa borið oft á góma og menn og konur í öllum flokkum hafa sett fram með einum eða öðrum hætti. Það rýrir þó ekki gildi þeirra nema síður sé. Mikið liggur við fyrir Framsókn að flokknum takist að koma þessu í gegn þannig að almenningur trúi því að þar fylgi hugur máli og að ekki sé eingöngu verið að bregðast við í nauðvörn. Hvort þetta dugar flokknum til að skapa traust á eftir að koma í ljós, en hitt er ótvírætt að í þessu felst góð pólitík og er auk þess skynsamlegasti PR-spuni sem sést hefur frá flokknum um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
"Hver uppsker eins og hann sáir og það er sjálfsagt að gleðjast yfir góðum árangri eftir mikið erfiði. En dramb er falli næst og ekkert kemur af sjálfu sér. Við Íslendingar höfum þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og munum áfram þurfa að hafa það í breyttum heimi. Og raunar sem aldrei fyrr." Þessi spámannslegu orð féllu í Hólaræðu sem Halldór Ásgrímsson flutti fyrir tæpum tveimur árum. Engu er líkara en Halldór og forusta flokksins hafi skyndilega vaknað upp af blundi og áttað sig á að ríkuleg uppskera varðandi hlutdeild í landstjórninni væri farin að stíga þeim til höfuðs. Að drambsemi hafi verið farið að gæta, eftir langa samfellda setu í ríkisstjórn. Umræðan um sölu Símans hefur dregið þetta vel fram, en umtalsverðrar tortryggni hefur gætt í tengslum við hana, einkum vegna þess að reglur og skilyrði við söluna hafa ekki þótt nægjanlega gagnsæ. Skýrast kemur þessi tortryggni fram í fjöldahreyfingu Agnesar Bragadóttur en einnig í almennri umræðu. Stóru skilaboðin til stjórnarflokkanna felast í augljósum trúnaðarbresti milli þeirra og talsverðs hluta almennings. Menn eru einfaldlega tilbúnir til að trúa því - eða í það minnsta hlusta á - að óeðlilegir sérhagsmunir hafi ráðið för þegar leikreglurnar voru ákveðnar. Slíkur trúnaðarbrestur er rökrétt framhald drambsamra stjórnarhátta, stjórnarhátta þar sem menn hafa ekki talið ástæðu til að útsýra ákvarðanir í auðmýkt og viljað knýja hluti fram í krafti valdboðs og meirihlutastyrks. Stundum er þetta kallað foringjastíll eða flokksræði og þetta er sá stíll sem öðru fremur hefur einkennt stjórnmálaforustu þeirra tvímenninga Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á undanförnum árum. Drambsamt gagnsæi skapar tortryggni og hin drambsömu viðbrögð við tortryggni eru oftar en ekki hneykslun og furða á því að menn skuli yfirleitt leyfa sér eða láta sér detta í huga að viðhafa einhverjar efasemdir um stjórnarhætti. Enda hefur ekki staðið á því að viðbrögð stjórnarliðsins við umkvörtunum um ógagnsæi söluferlis Símans hafi verið af þessum toga. Gagnrýnin er sögð dylgjur, ómálefnaleg, og rógur, sem hún raunar er að hluta. Hins vegar dæma dylgjur sig sjálfar ef stjórnarflokkarnir skýra sjónarmið sín í eðlilegri auðmýkt. Þannig mun t.d. furðulegur Kastljósþáttur sem sendur var út sl. sunnudagskvöld dæma sig sjálfur, en þar var líkamsræktarfrömuður beinlínis fenginn til að bera á borð ásakanir og samsæriskenningar sínar um nafngreinda einstaklinga í tilefni af því að manneskjan var að hugsa um að skrifa kannski einhvern tíma bók um málið! Sennilega mun þessi þáttur gagnast best þeim sem mest var ráðist gegn í þættinum, en hins vegar er að heyra á almennri umræðu að þátturinn kunni að skaða trú manna á blaðamennsku og á fréttastofum RÚV, enda gerir almenningur ekki mikinn mun á fréttastofunum sjálfum og dagskrárgerð við fréttatengt efni. En slíkar hliðarsýningar eru þó aukaatriði. Aðalatriðið fyrir stjórnarflokkana og þó einkum Framsóknarflokkinn er að glíma við það vantraust og tortryggni sem augljóslega er til staðar í samfélaginu gagnvart stjórnarháttum flokksins. Það verður ekki gert nema með því að skýra efnisatriði málsins og með því að gera ávörðunarferlið gagnsætt og opið. Engu er líkara en ræða formannsins frá því á Hólum í hitteðfyrra hafi rifjast upp og menn munað eftir því að "dramb er falli næst og ekkert kemur af sjálfu sér". Allra síst kemur traust af sjálfu sér, menn verða að vinna fyrir því. Á síðustu dögum þessa erfiða vetrar hjá Framsókn koma loksins fram skynsamleg og raunveruleg viðbrögð frá flokknum. Viðbrögð sem e.t.v. gætu byggt upp traust og tiltrú vegna þess að þau eru andstæða drambsins og fela í sér auðmýkt gagnsæisins. Þessi viðbrögð felast í því að forsætisráðherra stígur nú fram og vill endurskoða löggjöfina um stjórnmálaflokka. Þau felast í því að framsóknarmenn hafa nú frumkvæði að því að opinbera eignatengsl (og skuldir) þingmanna og ráðherra. Þau felast í því að formaður fjárlaganefndar kemur fram og vill ræða í þaula skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna. Síðast en ekki síst felast viðbrögðin í því að forsætisráðherra ætlar að opinbera skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanleys um sölu Símans. Í sjálfu sér eru hér á ferðinni gamalkunnar hugmyndir sem sumar hafa borið oft á góma og menn og konur í öllum flokkum hafa sett fram með einum eða öðrum hætti. Það rýrir þó ekki gildi þeirra nema síður sé. Mikið liggur við fyrir Framsókn að flokknum takist að koma þessu í gegn þannig að almenningur trúi því að þar fylgi hugur máli og að ekki sé eingöngu verið að bregðast við í nauðvörn. Hvort þetta dugar flokknum til að skapa traust á eftir að koma í ljós, en hitt er ótvírætt að í þessu felst góð pólitík og er auk þess skynsamlegasti PR-spuni sem sést hefur frá flokknum um langt skeið.