Hver greiðir laun Guðmundar? 20. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira