Ratzinger verður Benedikt XVI 19. apríl 2005 00:01 Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira