Næsti páfi ítalskur? 14. apríl 2005 00:01 Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn. Fréttaskýrendur benda á að pólskur páfi hafi ráðið ríkjum í Róm í meira en aldarfjórðung og að mörgum finnist tími kominn til þess að Ítali taki við embættinu á nýjan leik. En þótt Ítalía hafi flesta kardinála allra kaþólskra landa eru þeir hvergi nærri nógu margir til þess að geta ákveðið það upp á sitt einsdæmi. Til þess þurfa þeir stuðning kardinála frá öðrum löndum og raunar er ekkert ólíklegt að sá stuðningur sé víða fyrir hendi. Ítalir hafa í gegnum aldirnar ráðið ríkjum í kaþólsku kirkjunni og þeir eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna og embættismanna páfagarðs. En, eins og fyrr segir, eru Ítalir engan veginn vissir um sigur. Sérstaklega hefur verið nefnt að kaþólska kirkjan á miklum uppgangi að fagna í Afríku og afrískur páfi var síðast kjörinn fyrir meira en 1500 árum. Suður-Ameríka kemur einnig til greina. En hver sem verður kjörinn páfi má reikna með að hann geri ekki neinar stórkostlegar breytingar á stefnumálum kaþólsku kirkjunnar. Hafa ber í huga að Jóhannes Páll páfi skipaði góðan hluta þeirra kardinála sem ganga til atkvæðagreiðslunnar á mánudag. Og margir þessara kardinála hafa sömu skoðanir og hann á getnaðarvörnum, kvenprestum, skírlífi presta og öðrum málaflokkum þar sem Jóhannes Páll þótti óhóflega íhaldssamur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Ítalía Páfagarður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn. Fréttaskýrendur benda á að pólskur páfi hafi ráðið ríkjum í Róm í meira en aldarfjórðung og að mörgum finnist tími kominn til þess að Ítali taki við embættinu á nýjan leik. En þótt Ítalía hafi flesta kardinála allra kaþólskra landa eru þeir hvergi nærri nógu margir til þess að geta ákveðið það upp á sitt einsdæmi. Til þess þurfa þeir stuðning kardinála frá öðrum löndum og raunar er ekkert ólíklegt að sá stuðningur sé víða fyrir hendi. Ítalir hafa í gegnum aldirnar ráðið ríkjum í kaþólsku kirkjunni og þeir eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna og embættismanna páfagarðs. En, eins og fyrr segir, eru Ítalir engan veginn vissir um sigur. Sérstaklega hefur verið nefnt að kaþólska kirkjan á miklum uppgangi að fagna í Afríku og afrískur páfi var síðast kjörinn fyrir meira en 1500 árum. Suður-Ameríka kemur einnig til greina. En hver sem verður kjörinn páfi má reikna með að hann geri ekki neinar stórkostlegar breytingar á stefnumálum kaþólsku kirkjunnar. Hafa ber í huga að Jóhannes Páll páfi skipaði góðan hluta þeirra kardinála sem ganga til atkvæðagreiðslunnar á mánudag. Og margir þessara kardinála hafa sömu skoðanir og hann á getnaðarvörnum, kvenprestum, skírlífi presta og öðrum málaflokkum þar sem Jóhannes Páll þótti óhóflega íhaldssamur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Ítalía Páfagarður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira