Dísel(f)árið mikla 11. apríl 2005 00:01 Fyrir utan minni eyðslu hafa díselvélar tvo stóra kosti fram yfir bensínvélar: Þær toga betur og hafa ekki utanáliggjandi kveikjukerfi. Þær henta því betur í torfærur, kerrudrátt, akstur í ám og annað erfiði. Bensínvél vinnur þannig að blöndu af bensíni og lofti er sprautað sem úða inn í sprengirými. Þar er úðanum þjappað með bullu og kveikt í honum með rafneista sem kveikjan sendir til kertis sem nær inn í sprengirýmið. Við sprenginguna þrýstist bullan út aftur og snýr þannig sveifarásnum sem hún er tengd við. Með því að tengja nokkrar bullur á sama sveifarás og raða sprengingunum í rétta röð snýst vélin. Í díselvélum er það hinsvegar bara loft sem er þjappað. Við það hitnar loftið svo mikið að þegar olíunni er skotið inn í sprengirýmið kviknar í henni. Þjappan er svo mikil og olían svo orkurík að tog vélarinnar verður umtalsvert meira en í bensínvél. Í sumar mun þungaskattur á díselolíu verða felldur inn í lítraverðið. Ráðamenn ætla sér ekki að tefla díselolíunni fram sem ákjósanlegra eldsneyti, þó að hún mengi minna en bensínið, og reiknað er með að lítrinn af olíu verði jafnvel dýrari en bensínlítri. Margir leigubílstjórar, jeppamenn og aðrir sem keyra mikið eru hálf undrandi á þessari útfærslu á annars ágætri hugmynd. Tilgangurinn er að gera díselbíla ákjósanlegri kost fyrir almenning en kosti lítrinn nálægt 90-100 krónum verður betur heima setið en af stað farið. Þó að díselbílar eyði aðeins minna eru þeir oft dýrari í innkaupum og miðað við meðalakstur og þar yfir eykst eldsneytiskostnaður frá því sem er í núverandi kerfi. Í Kyoto hérna um árið var mikið rætt um losun mengandi lofttegunda út í andrúmsloftið. Íslendingar hafa löngum haldið því fram að þeir séu náttúruvænir fram í fingurgóma, nánast lífrænt ræktaðir margir hverjir, og því mætti halda að hófleg verðlagning á díselolíu væri framfaraskref í takt við bókunina góðu sem gerð var í Kyoto. Hvers vegna þetta tækifæri verður ekki nýtt er ekki gott að segja. Ef ónefndur ráðherra væri spurður myndi hann líklega svara: "Það er gott fólk...sem keyrir díselbíla." Bílar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fyrir utan minni eyðslu hafa díselvélar tvo stóra kosti fram yfir bensínvélar: Þær toga betur og hafa ekki utanáliggjandi kveikjukerfi. Þær henta því betur í torfærur, kerrudrátt, akstur í ám og annað erfiði. Bensínvél vinnur þannig að blöndu af bensíni og lofti er sprautað sem úða inn í sprengirými. Þar er úðanum þjappað með bullu og kveikt í honum með rafneista sem kveikjan sendir til kertis sem nær inn í sprengirýmið. Við sprenginguna þrýstist bullan út aftur og snýr þannig sveifarásnum sem hún er tengd við. Með því að tengja nokkrar bullur á sama sveifarás og raða sprengingunum í rétta röð snýst vélin. Í díselvélum er það hinsvegar bara loft sem er þjappað. Við það hitnar loftið svo mikið að þegar olíunni er skotið inn í sprengirýmið kviknar í henni. Þjappan er svo mikil og olían svo orkurík að tog vélarinnar verður umtalsvert meira en í bensínvél. Í sumar mun þungaskattur á díselolíu verða felldur inn í lítraverðið. Ráðamenn ætla sér ekki að tefla díselolíunni fram sem ákjósanlegra eldsneyti, þó að hún mengi minna en bensínið, og reiknað er með að lítrinn af olíu verði jafnvel dýrari en bensínlítri. Margir leigubílstjórar, jeppamenn og aðrir sem keyra mikið eru hálf undrandi á þessari útfærslu á annars ágætri hugmynd. Tilgangurinn er að gera díselbíla ákjósanlegri kost fyrir almenning en kosti lítrinn nálægt 90-100 krónum verður betur heima setið en af stað farið. Þó að díselbílar eyði aðeins minna eru þeir oft dýrari í innkaupum og miðað við meðalakstur og þar yfir eykst eldsneytiskostnaður frá því sem er í núverandi kerfi. Í Kyoto hérna um árið var mikið rætt um losun mengandi lofttegunda út í andrúmsloftið. Íslendingar hafa löngum haldið því fram að þeir séu náttúruvænir fram í fingurgóma, nánast lífrænt ræktaðir margir hverjir, og því mætti halda að hófleg verðlagning á díselolíu væri framfaraskref í takt við bókunina góðu sem gerð var í Kyoto. Hvers vegna þetta tækifæri verður ekki nýtt er ekki gott að segja. Ef ónefndur ráðherra væri spurður myndi hann líklega svara: "Það er gott fólk...sem keyrir díselbíla."
Bílar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira