Ríkisritskoðun ekki á dagskrá 10. apríl 2005 00:01 Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira