Segir tillögur sögulega sáttagjörð 7. apríl 2005 00:01 Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira