Samstaða um takmörkun eignarhalds 6. apríl 2005 00:01 Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira