Morgunverðurinn eykur fitubrennslu 4. apríl 2005 00:01 Myndir þú reyna að keyra þvert yfir landið á bílnum þínum á ef tankurinn væri tómur? Ef ekki þá veist þú hvers vegna við þurfum að borða morgunverð! Hefur bein áhrif á fitubrennslu Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunverð eru öllu jöfnu grennri en þeir sem gera það ekki. Mjög líklega er þetta vegna þess að líkaminn tekur mið af morgunverðinum þegar hann "stillir" brennslu dagsins af. Pabbi "gamli" Pabbi minn, sem var fyrsti viðskiptavinur minn í einkaþjálfun, kvartaði alltaf yfir því að hann yrði fyrr svangur ef hann borðaði morgunverð sem og að hann borðaði greinilega meira yfir daginn þegar hann borðaði morgunverð. Ætti ekki að koma á óvart! Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þar sem brennsla líkamans verður örari þegar við borðum morgunverð sem, að minnsta kosti að einhverju leyti, eykur brennslu –- og þar með einnig fitubrennslu -– líkamans. Þar með eykst þörf okkar fyrir hitaeiningar sem veldur því að við borðum meira yfir daginn. Þetta eykur hins vegar ekki fitusöfnun heldur getur flýtt mikið fyrir fitutapi, sérstaklega ef við stundum samhliða þessu reglulega líkamsrækt. Hvað er góður morgunverður? Mjög gott er að morgunverðurinn sé trefjaríkur. Allt of oft gleymist að borða nægilegt magn trefja yfir daginn, en við þurfum um 30 g af trefjum á dag. Við þurfum trefjar úr þessu þremur fæðuflokkum: Kornmeti Grænmeti Ávextir Heilsuráðgjafinn mælir með? Skyr.is drykkurinn og ávöxtur er tilvalinn morgunverður. Ef við fáum okkur skyr og banana þá er það mjög fljótleg og holl máltíð sem þess vegna er hægt að taka með sér í bílinn. Ef við höfum lengri tíma þá getur verið mjög gott að fá sér trefjaríkari morgunverð s.s. Cheerios disk með undanrennu, fjör- eða léttmjólk. Einnig mæli ég með því að setja skyr.is drykkinn, t.d. vanillu, beint út á morgunkorn sem er hrikalega bragðgott og hollt! Hér í World Class Laugum, þar sem ég vinn, fá sér margir "Boozt" drykk á morgnana sem er einnig mjög hollt og gott og ætti að vera auðvelt að koma við hvort sem er heima eða í vinnunni. Meðlæti? Það er tilvalið að saxa út í þetta banana til þess að auka sætubragð, auk þess eru bananar meinhollir, en fyrir nammigrísi eins og mig mæli ég með strásætu sem á ekki að vera skaðleg líkamanum á neinn hátt sé hennar neytt í hóflegu magni. Persónulega nota ég léttmjólk en ef t.d. mjólkuróþol er til staðar er hægt að nota soja- eða hrísmjólk sem eru orðnar merkilega góðar á bragðið. Dæmi um máltíðir s.s. morgunverð, þetta sem og önnur hollráð Sölva er einnig að finna á vefsvæði okkar, www.heilsuradgjof.is Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndir þú reyna að keyra þvert yfir landið á bílnum þínum á ef tankurinn væri tómur? Ef ekki þá veist þú hvers vegna við þurfum að borða morgunverð! Hefur bein áhrif á fitubrennslu Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunverð eru öllu jöfnu grennri en þeir sem gera það ekki. Mjög líklega er þetta vegna þess að líkaminn tekur mið af morgunverðinum þegar hann "stillir" brennslu dagsins af. Pabbi "gamli" Pabbi minn, sem var fyrsti viðskiptavinur minn í einkaþjálfun, kvartaði alltaf yfir því að hann yrði fyrr svangur ef hann borðaði morgunverð sem og að hann borðaði greinilega meira yfir daginn þegar hann borðaði morgunverð. Ætti ekki að koma á óvart! Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þar sem brennsla líkamans verður örari þegar við borðum morgunverð sem, að minnsta kosti að einhverju leyti, eykur brennslu –- og þar með einnig fitubrennslu -– líkamans. Þar með eykst þörf okkar fyrir hitaeiningar sem veldur því að við borðum meira yfir daginn. Þetta eykur hins vegar ekki fitusöfnun heldur getur flýtt mikið fyrir fitutapi, sérstaklega ef við stundum samhliða þessu reglulega líkamsrækt. Hvað er góður morgunverður? Mjög gott er að morgunverðurinn sé trefjaríkur. Allt of oft gleymist að borða nægilegt magn trefja yfir daginn, en við þurfum um 30 g af trefjum á dag. Við þurfum trefjar úr þessu þremur fæðuflokkum: Kornmeti Grænmeti Ávextir Heilsuráðgjafinn mælir með? Skyr.is drykkurinn og ávöxtur er tilvalinn morgunverður. Ef við fáum okkur skyr og banana þá er það mjög fljótleg og holl máltíð sem þess vegna er hægt að taka með sér í bílinn. Ef við höfum lengri tíma þá getur verið mjög gott að fá sér trefjaríkari morgunverð s.s. Cheerios disk með undanrennu, fjör- eða léttmjólk. Einnig mæli ég með því að setja skyr.is drykkinn, t.d. vanillu, beint út á morgunkorn sem er hrikalega bragðgott og hollt! Hér í World Class Laugum, þar sem ég vinn, fá sér margir "Boozt" drykk á morgnana sem er einnig mjög hollt og gott og ætti að vera auðvelt að koma við hvort sem er heima eða í vinnunni. Meðlæti? Það er tilvalið að saxa út í þetta banana til þess að auka sætubragð, auk þess eru bananar meinhollir, en fyrir nammigrísi eins og mig mæli ég með strásætu sem á ekki að vera skaðleg líkamanum á neinn hátt sé hennar neytt í hóflegu magni. Persónulega nota ég léttmjólk en ef t.d. mjólkuróþol er til staðar er hægt að nota soja- eða hrísmjólk sem eru orðnar merkilega góðar á bragðið. Dæmi um máltíðir s.s. morgunverð, þetta sem og önnur hollráð Sölva er einnig að finna á vefsvæði okkar, www.heilsuradgjof.is
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira