Fjórar leiðir til hamingju 4. apríl 2005 00:01 Barbara Berger er mörgum Íslendingum að góðu kunn fyrir bækur sínar Skyndibitar fyrir sálina og Fleiri skyndibitar fyrir sálina. Barbara kom hingað í fyrra og hélt þá fyrirlestur með Tim Ray um grundvallarhugsunina í bókunum sem er sú að við getum þjálfað hugann líkt og við þjálfum líkamann til jákvæðra hugsana sem gera líf okkar síðan betra og göfugra. Færri komust á fyrirlesturinn en vildu og því eru þau Barbara og Tim komin aftur til landsins og ætla að spjalla við Íslendinga um hamingjuna sem er mikið hugðarefni Barböru eins og okkar flestra. "Undanfarin ár hef ég haldið fjöldann allan af fyrirlestrum og námskeiðum og mér sýnist að fólk sé oftast nær að leita að því sama – heilsu, hugarró, ást, gróða, skemmtilegu starfi, góðum vinum og að geta lagt gott til málanna í þessum heimi," segir Barbara og bætir við: "Fjórar leiðir til hamingju eru hugleiðsla, manngæska, að hjálpa öðrum og að ná stjórn á huganum og þær eru undirstöður mannlegra gilda, sama hver bakgrunnur okkar er. Ef fólk er meðvitað um þessar leiðir, kynnir sér þær og lærir að nota þær til hins ýtrasta þá eru betri lífsgæði óumflýjanleg." Bækur Barböru ganga út á það að með því að beita sjálfsaga til að breyta hugsanamynstri okkar til hins jákvæðara getum við gert lífið auðugra og betra. "Það er auðvitað hægara sagt en gert að breyta hugsanamynstri sínu en með viljanum tekst það smám saman og í staðinn öðlumst við sterkari sjálfsmynd og hamingju. " Og framtíðarsýn Barböru er einföld: "Því fleiri sem átta sig á gildi hugsana og þess að vera meðvitaður, því nær komumst við því marki að gera heiminn að betri bústað fyrir okkur öll." Þeir sem vilja fræðast nánar um aðferðir Barböru og leiðirnar fjórar til hamingjunnar geta skellt sér á Mann lifandi annað kvöld eða fimmtudagskvöldið og hlustað á fyrirlestur hennar og Tim Ray sem byrjar klukkan átta. Aðgangseyrir er 3.900 krónur. Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Barbara Berger er mörgum Íslendingum að góðu kunn fyrir bækur sínar Skyndibitar fyrir sálina og Fleiri skyndibitar fyrir sálina. Barbara kom hingað í fyrra og hélt þá fyrirlestur með Tim Ray um grundvallarhugsunina í bókunum sem er sú að við getum þjálfað hugann líkt og við þjálfum líkamann til jákvæðra hugsana sem gera líf okkar síðan betra og göfugra. Færri komust á fyrirlesturinn en vildu og því eru þau Barbara og Tim komin aftur til landsins og ætla að spjalla við Íslendinga um hamingjuna sem er mikið hugðarefni Barböru eins og okkar flestra. "Undanfarin ár hef ég haldið fjöldann allan af fyrirlestrum og námskeiðum og mér sýnist að fólk sé oftast nær að leita að því sama – heilsu, hugarró, ást, gróða, skemmtilegu starfi, góðum vinum og að geta lagt gott til málanna í þessum heimi," segir Barbara og bætir við: "Fjórar leiðir til hamingju eru hugleiðsla, manngæska, að hjálpa öðrum og að ná stjórn á huganum og þær eru undirstöður mannlegra gilda, sama hver bakgrunnur okkar er. Ef fólk er meðvitað um þessar leiðir, kynnir sér þær og lærir að nota þær til hins ýtrasta þá eru betri lífsgæði óumflýjanleg." Bækur Barböru ganga út á það að með því að beita sjálfsaga til að breyta hugsanamynstri okkar til hins jákvæðara getum við gert lífið auðugra og betra. "Það er auðvitað hægara sagt en gert að breyta hugsanamynstri sínu en með viljanum tekst það smám saman og í staðinn öðlumst við sterkari sjálfsmynd og hamingju. " Og framtíðarsýn Barböru er einföld: "Því fleiri sem átta sig á gildi hugsana og þess að vera meðvitaður, því nær komumst við því marki að gera heiminn að betri bústað fyrir okkur öll." Þeir sem vilja fræðast nánar um aðferðir Barböru og leiðirnar fjórar til hamingjunnar geta skellt sér á Mann lifandi annað kvöld eða fimmtudagskvöldið og hlustað á fyrirlestur hennar og Tim Ray sem byrjar klukkan átta. Aðgangseyrir er 3.900 krónur.
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira