Menning

Fótbolti númer eitt, tvö og þrjú

"Ég geri nú ýmislegt mér til heilsubótar. Ég fer meðal annars í innanhússfótbolta tvisvar sinnum í viku. Þar hittumst við gamlir skólafélagar, menn á besta aldri, og spilum fótbolta sem mér finnst rosalega skemmtilegt. Þess á milli fer ég út að hlaupa og á sumrin fer ég reglulega í golf og körfubolta," segir Hlynur sem situr svo sannarlega ekki aðgerðarlaus í heilsubótarmálunum. "Mér finnst samt langskemmtilegast í fótboltanum og líka fínt í körfuboltanum. En fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú. Ég hleyp meira af skyldurækni heldur en mér finnist það voðalega gaman. Ég var að æfa fótbolta með FH í gamla, gamla daga og æfði þá líka handbolta, badminton og körfubolta. Þannig að ég er búinn að vera í öllum íþróttum," segir Hlynur sem hugsar líka sitt hvað um mataræðið. "Ég er nýverið farinn að spá í mataræðinu og farinn að passa mig. Ég er að reyna að hætta að sitja heima og borða franskar kartöflur og reyni að borða ruslfæði mjög sjaldan og borða eðlilega. Ég er enginn ofsatrúarmaður í þessum málum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×