Vonast til að sætta megi deilendur 3. apríl 2005 00:01 Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira