Er erfitt en á réttri leið 3. apríl 2005 00:01 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira