Fjórir sækja líklega ekki um aftur 2. apríl 2005 00:01 Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira