Sigfús lék aftur með Magdeburg

Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg.