Ófremdarástand á RÚV 1. apríl 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira