Auðun hætti við að þiggja starfið 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira