Fréttastjóri í einn dag 1. apríl 2005 00:01 "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira