Innlent

Telja R-lista brjóta lög

Sjálfstæðismenn telja að Reykjavíkurlistinn hafi brotið sveitarstjórnarlög með því að leggja fram þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar svo seint á árinu. Óskað hafði verið eftir fresti vegna stjórnkerfisbreytinga og breytinga á fjárhagsrömmum stofnana. Sjálfstæðismenn telja ástæðuna seinkun hjá öðrum sveitarfélögum. "Það lýsir metnaðarleysi meirihlutans vel að dráttur annarra sveitarfélaga sé notuð sem afsökun fyrir þessum töfum," segja þeir í bókun í borgarráði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×