Kröfu um utandagskrárumræðu hafnað 1. apríl 2005 00:01 Forseti Alþingis hafnaði kröfu Kolbrúnar Halldórsdóttur, vinstri - grænum, um utandagskrárumræðu um ástandið á fréttastofu Útvarps skömmu áður en þingfundur hófst klukkan hálftvö. Ákveðið var á fundi með formönnum þingflokka að umræðan færi fram þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir væri komin frá útlöndum. Stjórnarandstaðan mótmælti þessu harðlega í umræðum um störf þingsins nú eftir hádegið en forsætisráðherra var ekki viðstaddur umræðuna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna sagði alvarlegt að forsætisráðherra væri með undanbrögð en hann væri staddur í þinghúsinu. Forseta þingsins bæri að tryggja að forsætisráðherrann væri viðstaddur umræðuna. Hann sækti umboð sitt til Alþingis. Það væri ævintýralegt að reynt væri flokkspólitískt valdarán á útvarpinu. Auðun Georg Ólafsson mætti til starfa í dag sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins í dag bæði neitaði og játaði Auðun Georg að hafa átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Í fyrstu neitaði hann að fundurinn hefði átt sér stað en þegar á hann var gengið viðurkenndi að fundurinn hefði farið fram og sagði það vera trúnaðarmál sem þar hefði farið fram. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Forseti Alþingis hafnaði kröfu Kolbrúnar Halldórsdóttur, vinstri - grænum, um utandagskrárumræðu um ástandið á fréttastofu Útvarps skömmu áður en þingfundur hófst klukkan hálftvö. Ákveðið var á fundi með formönnum þingflokka að umræðan færi fram þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir væri komin frá útlöndum. Stjórnarandstaðan mótmælti þessu harðlega í umræðum um störf þingsins nú eftir hádegið en forsætisráðherra var ekki viðstaddur umræðuna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna sagði alvarlegt að forsætisráðherra væri með undanbrögð en hann væri staddur í þinghúsinu. Forseta þingsins bæri að tryggja að forsætisráðherrann væri viðstaddur umræðuna. Hann sækti umboð sitt til Alþingis. Það væri ævintýralegt að reynt væri flokkspólitískt valdarán á útvarpinu. Auðun Georg Ólafsson mætti til starfa í dag sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins í dag bæði neitaði og játaði Auðun Georg að hafa átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Í fyrstu neitaði hann að fundurinn hefði átt sér stað en þegar á hann var gengið viðurkenndi að fundurinn hefði farið fram og sagði það vera trúnaðarmál sem þar hefði farið fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira