Rússar stöðva framkvæmdir 31. mars 2005 00:01 Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira