Syntu að barnum 31. mars 2005 00:01 Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni. Ferðalög Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni.
Ferðalög Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira