Syntu að barnum 31. mars 2005 00:01 Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni. Ferðalög Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni.
Ferðalög Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira