Auðun Georg tekur starfið 30. mars 2005 00:01 "Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
"Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira