Auðun Georg tekur starfið 30. mars 2005 00:01 "Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
"Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira