Innlent

Össuri þykir til lítið koma

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir ummæli forsætisráðherra um evruna á ársfundi Seðlabankans. "Þetta er svona dæmigerð framsóknarmennska. Auðvitað hljóta Íslendingar að skoða alla möguleika og margsinnis hefur verið sýnt fram á að ákveðnir kostir fylgja evrusamstarfinu." Hann bendir máli sínu til stuðnings á loðnar Evrópuyfirlýsingar framsóknarmanna á flokksþingi á dögunum Össur aftekur að flokkarnir tveir hafi færst nær í þessum málum. "Það er ekkert daður á milli Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×