Held að Víkingur vinni í Eyjum 30. mars 2005 00:01 ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira