Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli 29. mars 2005 00:01 Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira