Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli 29. mars 2005 00:01 Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira