Allt gerist tvisvar 29. mars 2005 00:01 Frá því að við vöknum á morgnana og þangað til við sofnum á kvöldin þá hefur allur dagur okkar í raun átt sér stað tvisvar. Fyrstu hugsanir dagsins Um leið og við vöknum förum við að velta ýmsu fyrir okkur. Það getur tengst einhverju sem okkur dreymdi, hvað við erum að fara að gera um daginn, hvaða fötum við ætlum að vera í o.s.frv. Þjóðfélagið er fullt af "skrítnum" einstaklingum Það er merkileg staðreynd að við tölum við okkur sjálf allan daginn. Það er enn merkilegri staðreynd að við erum flest ómeðvituð um það. Á hverjum degi rökræðum við um hitt og þetta við okkur sjálf. Oft er því fleygt fram að um 90% af þeim ákvörðunum sem við tökum séu teknar á grundvelli tilfinninga meðan að 10% sem eru rökfræðilegs eðlis séu nýtt til þess að réttlæta hin 90%... Í raun erum við því öll meira og minna "skrítin", nema að við gerum okkur flest ekki grein fyrir því. Íþróttasálfræði Hver man ekki eftir Völu Flosadóttur þegar hún vann bronsið í stangarstökki kvenna á ólympíuleikunum, sem er stórkostlegt afrek! Þegar hún stóð með stöngina, tilbúin að stökkva við enda brautarinnar, og til skiptis tautaði eitthvað í sífellu og blés í lófa sér. Hún var líklega að segja við sjálfa sig "ég get þetta, ég get þetta", en blés í lófa sér til þess að kvoðan í lófa hennar gæfi sem mest grip. Þetta er gott dæmi um hvernig íþróttamenn beita sálfræði til þess að ná meiri árangri. Hvernig getur íþróttasálfræði nýst okkur? Ef við fyrst gerum okkur grein fyrir því að við eigum í samræðum við okkur sjálf og svo í kjölfarið verðum meðvitaðri um hvað við erum að segja getum við breytt mjög miklu í okkar lífi. Við höfum nefnilega flest tilhneigingu til þess að draga okkur niður frekar en byggja upp. Þetta ýtir undir lágt sjálfsmat og dregur frekar úr árangri en hitt. Þetta er erfiður biti að kyngja en er engu að síður staðreynd... Áskorun! Ég hvet ég þig, kæri lesandi, til þess að veita því athygli sem þú ert að segja við þig og reyna að stjórna því í einn dag. Ekki er ólíklegt að það eigi eftir að koma þér verulega á óvart, í fyrsta lagi hvað þú ert að segja og í öðru lagi hversu erfitt er að stjórna því... Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar www.heilsuradgjof.is Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Frá því að við vöknum á morgnana og þangað til við sofnum á kvöldin þá hefur allur dagur okkar í raun átt sér stað tvisvar. Fyrstu hugsanir dagsins Um leið og við vöknum förum við að velta ýmsu fyrir okkur. Það getur tengst einhverju sem okkur dreymdi, hvað við erum að fara að gera um daginn, hvaða fötum við ætlum að vera í o.s.frv. Þjóðfélagið er fullt af "skrítnum" einstaklingum Það er merkileg staðreynd að við tölum við okkur sjálf allan daginn. Það er enn merkilegri staðreynd að við erum flest ómeðvituð um það. Á hverjum degi rökræðum við um hitt og þetta við okkur sjálf. Oft er því fleygt fram að um 90% af þeim ákvörðunum sem við tökum séu teknar á grundvelli tilfinninga meðan að 10% sem eru rökfræðilegs eðlis séu nýtt til þess að réttlæta hin 90%... Í raun erum við því öll meira og minna "skrítin", nema að við gerum okkur flest ekki grein fyrir því. Íþróttasálfræði Hver man ekki eftir Völu Flosadóttur þegar hún vann bronsið í stangarstökki kvenna á ólympíuleikunum, sem er stórkostlegt afrek! Þegar hún stóð með stöngina, tilbúin að stökkva við enda brautarinnar, og til skiptis tautaði eitthvað í sífellu og blés í lófa sér. Hún var líklega að segja við sjálfa sig "ég get þetta, ég get þetta", en blés í lófa sér til þess að kvoðan í lófa hennar gæfi sem mest grip. Þetta er gott dæmi um hvernig íþróttamenn beita sálfræði til þess að ná meiri árangri. Hvernig getur íþróttasálfræði nýst okkur? Ef við fyrst gerum okkur grein fyrir því að við eigum í samræðum við okkur sjálf og svo í kjölfarið verðum meðvitaðri um hvað við erum að segja getum við breytt mjög miklu í okkar lífi. Við höfum nefnilega flest tilhneigingu til þess að draga okkur niður frekar en byggja upp. Þetta ýtir undir lágt sjálfsmat og dregur frekar úr árangri en hitt. Þetta er erfiður biti að kyngja en er engu að síður staðreynd... Áskorun! Ég hvet ég þig, kæri lesandi, til þess að veita því athygli sem þú ert að segja við þig og reyna að stjórna því í einn dag. Ekki er ólíklegt að það eigi eftir að koma þér verulega á óvart, í fyrsta lagi hvað þú ert að segja og í öðru lagi hversu erfitt er að stjórna því... Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar www.heilsuradgjof.is
Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira