Sagði að hengja ætti ráðamenn 24. mars 2005 00:01 Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira