Offita barna dregur úr lífslíkum 22. mars 2005 00:01 Niðurstöður rannsóknar þessa efnis eru birtar í læknatímaritinu New England Journal of Medicine. Rannsóknin var gerð í Illinois-háskóla í Bandaríkjunum og þykja niðurstöðurnar sláandi ekki síst vegna þess að síðustu tvö hundruð árin hafa menn átt því að venjast að fréttir berist um að ævilengd fólks sé að lengjast -- en ekki styttast. Offita styttir sem sagt ævina og eins og staðan er nú er þriðji hver Bandaríkjamaður of þungur og gríðarlega aukning offitu mælist nú meðal barna. Vísindamennirnir vara einkum við offitu meðal barna og segja að verði ekki gripið í taumana þá verði líf barna sem nú vaxa upp styttra og erfiðara en foreldranna. Sjúkdómarnir sem fylgja offitu eru meðal annars hjartasjúkdómar, sykursýki, krabbamein og nýrnabilun. Offita er ekki langt frá því einskorðuð við Bandaríkin; Suður-Afríkumenn hafa sama hlutfall offitu, um fjórðungur íbúa í Miðausturlöndum er yfir kjörþyngd og offita meðal japanskra karla hefur aukist um 100% á tveimur áratugum. Í Bretlandi er fimmti hver íbúi of þungur og má ætla að ástandið sé ekki mikið skárra hér á landi. Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar þessa efnis eru birtar í læknatímaritinu New England Journal of Medicine. Rannsóknin var gerð í Illinois-háskóla í Bandaríkjunum og þykja niðurstöðurnar sláandi ekki síst vegna þess að síðustu tvö hundruð árin hafa menn átt því að venjast að fréttir berist um að ævilengd fólks sé að lengjast -- en ekki styttast. Offita styttir sem sagt ævina og eins og staðan er nú er þriðji hver Bandaríkjamaður of þungur og gríðarlega aukning offitu mælist nú meðal barna. Vísindamennirnir vara einkum við offitu meðal barna og segja að verði ekki gripið í taumana þá verði líf barna sem nú vaxa upp styttra og erfiðara en foreldranna. Sjúkdómarnir sem fylgja offitu eru meðal annars hjartasjúkdómar, sykursýki, krabbamein og nýrnabilun. Offita er ekki langt frá því einskorðuð við Bandaríkin; Suður-Afríkumenn hafa sama hlutfall offitu, um fjórðungur íbúa í Miðausturlöndum er yfir kjörþyngd og offita meðal japanskra karla hefur aukist um 100% á tveimur áratugum. Í Bretlandi er fimmti hver íbúi of þungur og má ætla að ástandið sé ekki mikið skárra hér á landi.
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira