Lífrænt fer betur með okkur 22. mars 2005 00:01 "Við hefðbundna framleiðslu á einu kílói af bómull er notað eitt kíló af eiturefnum sem geta valdið alvarlegum heilsubresti," segir Heiðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Safalinn sem flytur inn handklæði og rúmföt úr lífrænt ræktaðri bómull. Enn sem komið er hefur þessi lífræna framleiðsla aðeins verið seld hótelum en til stendur þó að bjóða hana til sölu í almennum verslunum og jafnframt fara í herferð með Umhverfsstofnun til kynna kosti hennar. "Vörur úr lífrænt ræktaðri bómull endast þrisvar sinnum lengur en vörur úr hefðbundinni bómull," segir Heiðar og segir það eina af ástæðunum fyrir því að hótel séu í auknum mæli farin að kaupa inn handklæði og lök úr lífrænu bómullinni og eru til að mynda flest hótel í Svíþjóð búin lífrænu líni. "Hérlendis hafa Bláa lónið og þvottahúsið Fönn áttað sig á gæðum þessarar vöru," segir Heiðar. Hann segir fólk vera að vakna til vitundar um skaðsemi eiturefna og þar sem bómull sé efni sem við erum í mikilli snertingu við er nauðsynlegt að vera meðvitaður um möguleg eiturefni í henni. Jafnframt segir hann mikilvægt að fólk gangi úr skugga um að vörur séu vottaðar lífrænt ræktaðar og sé Svanurinn merki sem Norðurlöndin noti saman og tryggi að vara hafi verið framleidd undir ströngustu gæðakröfum. "Allt umhverfisvænt og lífrænt fer betur með okkur og umhverfi okkar og við verðum að vera meðvituð um það," segir Heiðar. Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við hefðbundna framleiðslu á einu kílói af bómull er notað eitt kíló af eiturefnum sem geta valdið alvarlegum heilsubresti," segir Heiðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Safalinn sem flytur inn handklæði og rúmföt úr lífrænt ræktaðri bómull. Enn sem komið er hefur þessi lífræna framleiðsla aðeins verið seld hótelum en til stendur þó að bjóða hana til sölu í almennum verslunum og jafnframt fara í herferð með Umhverfsstofnun til kynna kosti hennar. "Vörur úr lífrænt ræktaðri bómull endast þrisvar sinnum lengur en vörur úr hefðbundinni bómull," segir Heiðar og segir það eina af ástæðunum fyrir því að hótel séu í auknum mæli farin að kaupa inn handklæði og lök úr lífrænu bómullinni og eru til að mynda flest hótel í Svíþjóð búin lífrænu líni. "Hérlendis hafa Bláa lónið og þvottahúsið Fönn áttað sig á gæðum þessarar vöru," segir Heiðar. Hann segir fólk vera að vakna til vitundar um skaðsemi eiturefna og þar sem bómull sé efni sem við erum í mikilli snertingu við er nauðsynlegt að vera meðvitaður um möguleg eiturefni í henni. Jafnframt segir hann mikilvægt að fólk gangi úr skugga um að vörur séu vottaðar lífrænt ræktaðar og sé Svanurinn merki sem Norðurlöndin noti saman og tryggi að vara hafi verið framleidd undir ströngustu gæðakröfum. "Allt umhverfisvænt og lífrænt fer betur með okkur og umhverfi okkar og við verðum að vera meðvituð um það," segir Heiðar.
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira