Uppsögn EES-samningsins skoðuð 15. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira