Bráðveikt fólk á biðlistum 15. mars 2005 00:01 Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira