Menning

Hlátur jafnast á við leikfimi

Hláturinn eflir geð og ekki síður hjartað ef marka má niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar. Hjartasérfræðingar í Flórída hafa komist að því að hlátur víkkar æðarnar og eykur blóðflæðið -- með svipuðum hætti og gerist þegar fólk tekur á í leikfimisalnum. Gerð var rannsókn á 20 sjálfboðaliðum og þeir látnir horfa á valin atriði í gamanmyndinni Kingpin og hins vegar átakanlegt upphafsatriði stríðsmyndarinnar Saving Private Ryan. Að meðaltali jókst blóðflæði sjálfboðaliðanna um fimmtung þegar þeir veltust um af hlátri yfir Woody Harrelson í Kingpin en að sama skapi dróst blóðflæðið saman um rúman þriðjung þegar Saving Private Ryan kom á skjáinn. Þetta þýðir sumsé að gamanmyndir eru góðar fyrir heilsuna á meðan æsispennandi stríðsmyndir geta verið slæmar fyrir starfsemi hjartans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×