Innlent

Segjast ekki vinna með Auðuni

Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna. Fréttamenn samþykktu eftirfarandi ályktun á fundi sínum: "Félag fréttamanna ítrekar vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Félagið mótmælir eindregið orðum sem hann lét falla í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld þar sem hann fjallaði af fádæma vanvirðingu um störf fréttamanna, sérstaklega þeirra sem lengst hafa starfað hjá Ríkisútvarpinu.Fréttamenn ítreka mótmæli við ófaglegri ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps. Hún skaðar og grefur undan trúverðugleika fréttastofanna.Fréttamenn lýsa því yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×