Mál Fischers inn á Japansþing 14. mars 2005 00:01 Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira